Fréttir & tilkynningar

Upptaktur að veiðisumrinu 2025

Upptaktur að veiðisumrinu 2025

Hafrannsóknastofnun boðar til fundar um málefni ferskvatnsfiska fimmtudaginn 22. maí 2025, í aðdraganda komandi veiðisumars. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði en verður einnig í fjarfundi (Teams).
Má bjóða þér þörunga-kombucha?

Má bjóða þér þörunga-kombucha?

Í grein sem birtist nýlega í tímaritinu International Journal of Gastronomy and Food Science, og ber heitir „þörunga-kombucha: Athugun á nýsköpun úr íslenskum sjávarauðlindum“ kemur fram að kombucha-framleiðsla hefur þróast í arðbæran iðnað víðsvegar í veröldinni.
Mynd: Havforskingsinstituttet (norska hafrannsóknastofnunin)

Norsk íslenska síldin gleymdi gömlu hrygningarstöðvunum

Í ár hundruð hefur norsk-íslenska vorgotssíldin, stærsti síldarstofn heims, hrygnt við Møre í Noregi. En árið 2021 breyttist þetta skyndilega, hrygningin færðist norður til Lofoten, nær vetrardvalasvæðum stofnsins. Þar hefur hrygning haldist síðan.
Málstofa 7. maí: Kolefnisbinding þaraskóga í hlýnandi heimi.

Málstofa 7. maí: Kolefnisbinding þaraskóga í hlýnandi heimi.

Miðvikudaginn 7. maí verður haldinn málstofa á vegum Hafrannsóknastofnunar sem ber heitið Kolefnisbinding þaraskóga í hlýnandi heimi.
Vel heppnuð hafrannsóknakynning í Áslandsskóla

Vel heppnuð hafrannsóknakynning í Áslandsskóla

Unnar Þór Gylfason, yfirvélstjóri og Ásgeir Gunnarsson fiskifræðingur héldu nýlega kynningu fyrir nemendur í Áslandsskólaþ
Ráðgjöf um veiðar á rækju við Snæfellsnes

Ráðgjöf um veiðar á rækju við Snæfellsnes

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið, að rækjuafli á svæðinu við Snæfellsnes frá 1. maí 2025 til 15. mars 2026 verði ekki meiri en 460 tonn.
Nýr vegvísir til að draga úr plastúrgangi veiðarfæra

Nýr vegvísir til að draga úr plastúrgangi veiðarfæra

Norræna ráðherranefndin gaf í síðustu viku út skýrsluna „Hringrásarhagkerfi veiðarfæra í norrænum fiskveiðum“ (TemaNord 2025:544). Skýrslan er afsprengi Samnorræns verkefnis, styrkt af AG-Fish sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Verkefnið var stýrt af Hafrannsóknastofnun, en formaður verkefnisins og fyrsti höfundur skýrslunnar er fiskifræðingurinn Haraldur Arnar Einarsson
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Gleðilegt sumar!

Hafrannsóknastofnun óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars!
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Lítt þekktir djúpsjávarháfar rannsakaðir

Nýlega kom út vísindagrein sem fjallar um útbreiðslu og fæðuvistfræði 11 tegunda djúpsjávarháfa við Ísland. Rannsóknin , sem spannar nærri þrjá áratugi (1996–2023), er afar þýðingarmikil og veitir mikilvægar upplýsingar um vistfræði djúpsjávarháfa á þessu svæði.
Pandalus borealis. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ný grein um erfðafræðilega aðgreiningu rækju

Nýlega kom út grein um erfðafræðilega aðgreiningu stofna innfjarðar rækju (algengar á grunnslóð) og úthafs rækju (stóri kampalampi, Pandalus borealis) við norðanvert Ísland. Notast var við raðgreind skerðibútagögn úr erfðamengi rækju sem safnað var úr Arnarfirði, Skjálfanda, og alla leið út að Kolbeinsey.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?