Fréttir & tilkynningar

Viðamikið yfirlitsrit um íslensk skeldýr

Viðamikið yfirlitsrit um íslensk skeldýr

Út er komið viðamesta yfirlitsrit íslenskra lindýra síðan á síðustu öld. Ritið heitir Skýrsla Hafrannsóknastofnunar um söfnun lindýra í íslenskri lögsögu á tíu ára tímabili.
Sum Yi Lai doktorsefni í líffræði

Doktorsvörn um Breytileika í fæðuvef Atlantshafslax í tíma og rúmi

Sum Yi Lai ver doktorsverkefni sitt í líffræði 30. ágúst nk. frá kl. 13.00 til 15.00 í hátíðasal Háskóla Íslands. Heiti ritgerðar hennar er Breytileiki í fæðuvef Atlantshafslax í tíma og rúmi og hefur hún unnið að doktorsverkefni sínu í nánu samstarfi við starfsmenn Hafrannsóknastofnunar frá 2020.
Útbreiðsla svartserks

Útbreiðsla svartserks

Svartserkur er ný framandi tegund í fjörum hér við land. Svartserkur er sæsnigill sem ber fræðiheitið Melanochlamys diomedea. Áður hafði hann einungis fundist í Kyrrahafi og eini fundarstaðurinn utan þess er á Íslandi.
Sérfræðingur óskast á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Sérfræðingur óskast á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir sérfræðingi til þess að starfa við fjölbreytt verkefni tengdum umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Starfið felur í sér rannsóknir og vöktun á umhverfi og lífríki fjarða ásamt úrvinnslu gagna, túlkun þeirra og miðlun. Starfsstöð getur verið í Hafnarfirði, á Ísafirði eða á Neskaupsstað.
Stofnmat á útsel við Ísland

Stofnmat á útsel við Ísland

Niðurstöður talninga á útsel við Ísland haustið 2022 liggja nú fyrir. Stærð íslenska útselsstofnsins hefur verið metin reglulega frá 1982 með talningum á kópum að hausti. Út frá þessari kópatalningu er stofnstærð útsels árið 2022 metin 6697 dýr (95% öryggismörk = 5576-7841). Það þýðir um 27% fækkun í stofninum frá fyrstu talningu sem fór fram árið 1982, en jafnframt um 6,8% fjölgun frá árinu 2017 þegar talning fór síðast fram.
Úthafsrækja. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Stofnmat og ráðgjöf vegna úthafsrækju

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við varúðarsjónarmið, að afli úthafsrækju hvors fiskveiðiárs 2024/2025 og 2025/2026 verði ekki meiri en 4537 tonn. Ráðgjöf yfirstandandi fiskveiðiárs (2023/2024) var 5022 tonn.
Teistur sem veiddust í grásleppunet.

Grásleppuveiðibann á grunnsævi líklegt til að hafa áhrif á veiðarnar

Meðafli sjófugla í grásleppunetum er þekkt vandamál í þeim löndum sem grásleppa er veidd, og fáar ef einhverjar lausnir eru til á vandanum. Þannig er metið að um 3000-8000 fuglar drukkni í grásleppunetum á ári hverju við Ísland, sjá nánar hér.
Dýptarmælingakort af Grænland-Skotland hryggnum ásamt helstu hafstraumum.

Grænland - Skotland hryggurinn: Er kominn tími fyrir aðgerðir?

Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar, Háskóla Íslands og Senckenberg stofnunarinnar, sem eru öll aðilar að BIODICE samstarfinu, birtu nýlega grein í tímaritinu Marine Ecology þar sem þeir vekja athygli á áhyggjum sínum af hafsvæðinu við Grænlands-Skotlands hrygginn á tímum breytinga í hafinu.
Árni Friðriksson á vetrarlegum sumardegi út af Vestfjörðum 4. júlí 2024. Myndina tók Anna Heiða Ólaf…

Makríll einungis suðaustur af landinu

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku þann 2. ágúst í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi. Í þessum 33 daga leiðangri Árna kringum landið voru teknar 65 togstöðvar og sigldar um 6000 sjómílur eða 11 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. Að auki var miðsjávarlagið rannsakað með togum og bergmálsmælingum.
Svartserkur er nafn á nýjum landnema sem fundist hefur í Breiðafirði. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Grein um nýjan landnema í bresku líffræðitímariti

Nýlega birtist grein í tímaritinu Journal of the Marine Biological Association of the United Kingdom, um staðfesta komu nýs sæsnigils í Atlantshafi sem ber heitið svartserkur. Greinin ber heitið A transoceanic journey: Melanochlamys diomedea's first report in the North Atlantic en ritið er, eins og nafnið gefur til kynna, helsta vísindarit Félags breska sjávarlíffræðinga.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?