Fréttir & tilkynningar

Bláskel. Mynd af Shutterstock.

Viðhorf Íslendinga til skelfisks rannsakað í viðamiklu norrænu verkefni

Rannsóknasetur HÍ í Þingeyjarsveit mun í samstarfi við Hafrannsóknastofnun rannsaka þörungaeiturefni í fæðukeðju sjávar með tilliti til sjálfbærrar þróunar á norðurslóðum.
Ný grein um eggjaframleiðslu og lifun þorskseiða

Ný grein um eggjaframleiðslu og lifun þorskseiða

Nýlega kom út grein í tímaritinu ICES Journal of Marine Science sem nefnist Key drivers and spatio-temporal variation in the reproductive potential of Icelandic cod. Í greininni er verið að rannsaka eggjaframleiðslu, meta áhrif meðalstærðar og aldursdreifingar á eggjaframleiðslu ásamt því að meta lifun þorskseiða fyrsta árið.
Bráðabirgðatölur fyrir stangveiði á laxi sumarið 2025

Bráðabirgðatölur fyrir stangveiði á laxi sumarið 2025

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2025 var um 33.000 fiskar sem er um 24 % minni veiði en var á árinu 2024 og um 20% undir árlegri meðalveiði frá 1974.
Hrönn Egilsdóttir og Árni Einarsson hlutu heiðursverðlaun Líffræðifélags Íslands 2025. Ljósm.: Unnur…

Hrönn Egilsdóttir sjávarlíffræðingur hlaut viðurkenningu á Líffræðiráðstefnu

Hrönn Egilsdóttir, sjávarlíffræðingur og sviðstjóri umhverfissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í upphafi vísindaferils síns á nýliðinni líffræðiráðstefnu Líffræðifélags Íslands.
Handan vendipunkta - margir álagsþættir varðandi vernd líffræðilegs fjölbreytileika í hafi. Málstofa…

Handan vendipunkta - margir álagsþættir varðandi vernd líffræðilegs fjölbreytileika í hafi. Málstofa Hafrannsóknastofnunar 16. október.

Yfirskrift næstu málstofu Hafrannsóknastofnunar er: Handan vendipunkta - margir álagsþættir varðandi vernd líffræðilegs fjölbreytileika í hafi. Fyrirlesari er Dr. Sam Dupont er prófessor við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð.
Loðna. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Loðnuráðgjöf upp á tæp 44 þúsund tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til loðnuráðgjöf upp á tæp 44 þúsund tonn. Byggt á loðnumælinum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði og gildandi aflareglu er ráðlagður hámarksafli 43 766 tonn fyrir fiskveiðiárið 2025/26. Þessi ráðgjöf er í samræmi við upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2024. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2026.
Hornkórall í Grænlandssundi

Íslenskir kaldsjávarkóralar á válista

Válistaskráning kaldsjávarkórala á heimsvísu tók nýlega gildi og eru tegundirnar skráðar á heimasíðu Red List IUCN. Skráningin byggir á válistaflokkun kaldsjávarkórala og námskeiði í greiningum kaldsjávarkórala sem fram fór fyrir rúmum tveimur árum í Þekkingasetrinu í Sandgerði.
Frá Hrútafjarðará. Mynd fengin að láni frá strengir.is.

Upprunagreining laxa sem veiðst hafa í ám

Sameiginleg frétt Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa: Alls hafa 23 laxar borist til Hafrannsóknastofnunar til rannsóknar og erfðagreiningar en að auki hafa 11 laxar verið sendir til erfðagreiningar en ekki verið skilað til Hafrannsóknastofnunar.
Frá Arnarfirði.

Stofnmat og ráðgjöf vegna rækju í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við varúðarsjónarmið, að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar í Arnarfirði né Ísafjarðardjúpi fiskveiðiárið 2024/2025. Forsendur ráðgjafar má finna hér.
Skarlatsrækja

Skarlatsrækja veiddist nýlega SA af landinu

Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni veiddi nýlega mjög stóra rækju djúpt suðaustur af landinu. Fundurinn þykir óvenjulegur þar sem um er að ræða skarlatsrækju (Aristaeopsis edwardsiana), tegund sem er sjaldséð við strendur Íslands og hefur aðeins fundist hér örfáum sinnum áður.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?