Jafnlaunastefna Hafrannsóknastofnunar
Tilgangur og markmið jafnlaunastefnunnar er að tryggja að allt starfsfólk Hafrannsóknastofnunar njóti jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, með vísan til laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Stofnunin innleiðir og viðheldur jafnlaunakerfi þar sem laun eru ákveðin eftir sömu matsþáttum, sem fela ekki í sér mismunun á grundvelli kyns eða annarra ómálefnalegra þátta.
Til þess að uppfylla markmið jafnlaunastefnunnar skuldbindur Hafrannsóknastofnun sig til að:
- Innleiða vottað jafnlaunakerfi byggt á Jafnlaunastaðli ÍST 85:2012, viðhalda því og skjalfesta í samræmi við ofangreindan staðal.
- Árlega fari fram innri úttekt, launagreining og rýni stjórnenda.
- Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugu eftirliti og umbótum.
- Niðurstöður launagreininga og jafnlaunastefnan sé kynnt árlega fyrir starfsmönnum.
- Lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru, sé fylgt á hverjum tíma og að Framkvæmdastjórn staðfesti árlega að þeim sé hlítt.
- Bregðast við hverskyns frábrigðum með stöðugum umbótum og eftirliti til að bæta stjórnun kerfisins.
Jafnlaunastefnan er forsenda launastefnu Hafrannsóknastofnunar.
Samþykkt á fundi Framkvæmdastjórnar 27.04.2021.

Maí 2021.