Neskaupsstaður

Starfstöð Hafrannsóknastofnunar í Neskaupstað er í ysta hluta bæjarins í nýuppgerðu húsi við Nesbakka 3 sem kallast Múlinn. Byggingin skiptist í skrifstofuklasa og hýsir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar þar eru tveir (innan tíðar) og koma að hinum ýmsu rannsóknaverkefnum stofnunarinnar sem þarf að sinna á þessu landshorni.

Meðal verkefna er úrvinnsla sýna úr afla fiskiskipa sem landað er á Austfjörðum, bæði uppsjávar- og botnfiski. Gögnin frá þessari vinnu eru m.a. nýtt í stofnmati og veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Þá fara þar fram greiningar á aldri loðnulirfa sem er hluti af átaksverkefni stofnunarinnar um loðnurannsóknir. Þá sinna starfsmenn ýmsum smá verkefnum sem kunna að koma upp á Austfjörðum svo sem mælingar og sýnataka við hvalreka.

Hafrannsóknastofnun í Neskaupsstað

Múlinn samvinnuhús
Bakkavegur 5
740 Neskaupsstað
Sími: 5752074

Starfsfólk
Nafn Starfsheiti Netfang
Hrefna Zoëga Rannsóknamaður
Hrefna Zoëga
Rannsóknamaður
Thassya Christina dos Santos Schmidt Fiskifræðingur
Thassya Christina dos Santos Schmidt
Fiskifræðingur

Starfssvið: 
Sjávarvistfræði, æxlunarlíffræði, nýliðun, lífssaga uppsjávarfiska, stofnstærðabreytingar

Menntun:
PhD in Marine Science from University of Bergen, Bergen, Norway, 2017.
MSc. in Biological Oceanography from University of São Paulo, São Paulo, Brazil, 2011.
BSc. In Biology from University of Taubaté, São Paulo, Brazil, 2004.

ResearchGate

https://orcid.org/

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?