Seyðisfjörður

kort

Hnit - 66°00'N 22°55'W
Flatarmál - 11,5 km2
Meðaldýpi - Ekki þekkt
Mesta dýpi - 50 m

Seyðisfjörður sem er austan við Álftafjörð er lítill fjörður. Hann er tæpir 3 km á breidd í mynninu milli Kambness og Folafótar en fer mjókkandi eftir því sem innar dregur. Lengd fjarðarins er tæpir 9 km frá fjarðarmynni í fjarðarbotn og flatarmál hans um 11,5 km2.

Dýpi í miðju fjarðarmynni er 35-50 m og mjög aðdjúpt með landi vestan megin en mun grynnra til landsins austan megin. Engar opinberar dýptarmælingar liggja fyrir í meginhluta fjarðarins en mælingar sem gerðar hafa verið sýna að alldjúpur áll (30-50m) liggur inn eftir firðinum vel inn fyrir Eyri og er þá komið inn í miðjan fjörð.

Um 1 km utan við Eyri eru grynningar sitthvorum megin fjarðar sem segja má að myndi þröskuld eða þrengingu í firðinum. Fyrir innan miðjan fjörð er dýpi um 30 m vel inn fyrir Hrúteyri en fer sennilega grynnkandi úr því inn í fjarðarbotn.

Með fjarðarströndinni er mjó ræma grynnri en 20 m en dýpkar mjög hratt niður í álinn um miðbik fjarðarins. Nokkrar smáar ár renna í fjörðinn.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?