Hlöðuvík

kort

Hnit: 66°25,7'N 22°41,2W
Flatarmál: 17,4 km2
Meðaldýpi: 20 m
Mesta dýpi: 30 m

Það sem hér er nefnt Hlöðuvík eru tvær víkur. Vestan megin er Hlöðuvík sem er mun stærri og austan megin er Hælavík sem er mun minni. Mynni þessara víka markast af Kjalarárnúpi í vestri en Hælavíkurbjargi í austri og er fjarlægð á milli þeirra um 5,9 km. Fjarlægð frá víkurmynni inn að strönd í Hlöðuvík er um 3,7 km. Flatarmál svæðisins er rúmir 17 km2. Nokkrar ár hafa afrennsli í víkina en undirlendi er ekki mikið, mest í Hlöðuvík. Dýpi inn undir miðja vík er rúmir 30 metrar en litlar mælingar liggja fyrir þar fyrir innan.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?