Ferskvatns- og eldissvið

Starfsemi Ferskvatns- og eldissviðs snýr að tveimur meginþáttum. Annars vegar þáttum sem lúta að lífríki í ferskvatni á Íslandi, og hins vegar að eldi lífvera einkum fiska.

Ferskvatn

Rannsóknum á lífríki í ferskvatni má skipta í grunnrannsóknir, vöktunarrannsóknir og þjónusturannsóknir þótt í mörgum tilfellum séu mörkin þar á milli óskýr. Rannsóknirnar ná til samspils umhverfisþátta, búsvæða og nýtingar auðlinda t.d. veiðinýtingar og áhrifa orkunýtingar.

Grunnrannsóknir lúta að verkefnum sem eru jafnan tímabundin og snúa að afmörkuðum rannsóknaspurningum.

Vöktunarrannsóknir eru endurteknar, kerfisbundnar rannsóknir sem ná til lengri tíma. Má þar nefna mælingar á frumframleiðni, tegundasamsetningu og þéttleika lífvera ásamt mælingum á umhverfisbreytum s.s. vatnshita og annarra ólífrænna þátta. Einna fyrirferðarmest er vöktun og rannsóknir á fiskstofnum. Vöktun fiskstofna nær til lykilþátta s.s. stofnstærðar, afla, stærð hrygningarstofna, nýliðun og vöxt seiðaárganga, mat á fjölda gönguseiða laxfiska og afdrifum þeirra í sjó. Þar sem um margar tegundir og stofna er að ræða, auk þess sem sumar þeirra ganga á milli ferskvatns og sjávar, þarf að afla upplýsinga um vöxt þeirra og viðgang í báðum þessum vistum. Margskonar aðferðum er beitt, s.s. greiningu á samsetningu í veiði, talningum göngufiska með fiskteljurum, veiði með rannsóknanetum í vötnum, veiðum á seiðum með rafmagni og greiningu aldurs og vaxtar út frá hreistri og kvörnum.

Þjónusturannsóknir eru unnar fyrir fjölmarga aðila og má þar nefna veiðifélög, veiðiréttarhafa og ýmsa framkvæmdaaðila, t.d. sveitarfélög, virkjunaraðila, vegagerð og veitur.

Miðlun þekkingar og ráðgjöf er gefin til margra hagsmunaaðila sem koma að umsjón eða nýtingu ferskvatns og lífríki þess. Fyrirferðarmikil er ráðgjöf og umsagnir til stjórnvalda og stofnana, þ.m.t. vegna mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda.

Eldi

Markmiðið stjórnvalda er að efla eldi hér á landi og mikilvægt að það sé í sátt við samfélag og náttúru. Fiskeldi á Íslandi skiptist í fjóra meginflokka: Eldi á laxi og bleikju í landeldi, eldi sjávartegunda í landeldi og laxeldi í sjókvíum. Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein þar sem eru fjölmargar áskoranir við aðlögun að þeim aðstæðum sem eru hér á landi. Mikilvægt er að fiskeldi nái þeim traustu gæðum sem fylgja íslenskum sjávarafurðum á alþjóðavettvangi.

Helstu áherslur eru:

  • Að stunda og efla rannsóknir með það markmið að fiskeldi á Íslandi verði áhættuminna, fjárfestingar aukist og atvinnuvegurinn eflist.
  • Að miðla þekkingu og reynslu til íslensks fiskeldis.
  • Að auka fé til rannsókna með sókn í alþjóðlega rannsóknasjóði.
  • Að búa til nýja kynslóð vísindamanna sem leiða mun rannsóknir framtíðarinnar.

Hafrannsóknastofnun hefur yfir að ráða fullkominni rannsóknastöð að Stað í Grindavík. Stöðin er með um 50 eldisker af mismunandi stærðum og heildarrúmtak þeirra er um 500 m3. Starfsfólk sviðsins er með langa reynslu í eldi sjávar- og laxfiska og þá sérstaklega í lirfu- og smáseiðaeldi ýmissa tegunda. Mikil reynsla er af rekstri áframeldisrannsókna og mælinga á fóðurnýtingu, vaxtarhraða, vatnsgæðum og nýtingu vatns og varma.

Ein stærsta áskorun Ferskvatns- og eldissviðs er að rannsaka þá þætti þar sem hagsmunir nýtingar ferksvatnafiska og fiskeldis skarast. Í því felst m.a. að draga úr óæskilegum áhrifum eldis á umhverfi og villta fiskstofna. Einn stærsti þáttur þess er áhættumat fiskeldis þar sem umfang eldisins markist af lágmarksáhrifum á villta stofna. Unnið er að söfnun grunnupplýsinga fyrir áhrifaþætti áhættumatsins m.a. með vöktun veiðiáa með fiskteljurum og rannsóknum á erfðafræði stofna og áhrifum mögulegarar blöndunar strokufiska úr eldi við villta laxastofna.

Uppfært 12. janúar 2022
Starfsfólk
Nafn Starfsheiti Netfang
Agnar Steinarsson Sjávarlíffræðingur
Agnar Steinarsson
Sjávarlíffræðingur

Starfssvið: Fiskeldi

Ritaskrá

Research Gate

Ásta Kristín Guðmundsdóttir Náttúrufræðingur
Ásta Kristín Guðmundsdóttir
Náttúrufræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríkissvið, gagnasöfnun, sýnataka, úrvinnsla, aldursgreining, skýrslugerð

Menntun: BSc í Náttúru- og umhverfissfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands (2009)

Ritaskrá

Benóný Jónsson Líffræðingur
Benóný Jónsson
Líffræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Eydís H. Njarðardóttir Rannsóknamaður
Eydís H. Njarðardóttir
Rannsóknamaður

Starfssvið: Ferskvatnslífríki, fiskmerkingar, gagnavinnsla, sýnataka, innsláttur gagna
Menntun: Stúdentspróf, Fjölbrautaskóli Vesturlands, 1989

Ritaskrá

 

Fjóla Rut Svavarsdóttir Líffræðingur
Fjóla Rut Svavarsdóttir
Líffræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Er í leyfi.

Friðþjófur Árnason Líffræðingur
Friðþjófur Árnason
Líffræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Guðni Guðbergsson Sviðsstjóri

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Ferilskrá

 

Hlynur Bárðarson Líffræðingur
Hlynur Bárðarson
Líffræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Ingi Rúnar Jónsson Líffræðingur
Ingi Rúnar Jónsson
Líffræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Jóhannes Guðbrandsson Sérfræðingur
Jóhannes Guðbrandsson
Sérfræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Jón S. Ólafsson Vatnalíffræðingur
Jón S. Ólafsson
Vatnalíffræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Kristján Sigurðsson Búfræðingur
Kristján Sigurðsson
Búfræðingur

Starfssvið: Fiskeldi

Leó Alexander Guðmundsson Líffræðingur
Leó Alexander Guðmundsson
Líffræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá 

Magnús Jóhannsson Fiskifræðingur
Magnús Jóhannsson
Fiskifræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Matthías Oddgeirsson Stöðvarstjóri
Matthías Oddgeirsson
Stöðvarstjóri

Starfssvið: Fiskeldi

Ritaskrá

Njáll Jónsson Fiskeldisfræðingur
Njáll Jónsson
Fiskeldisfræðingur

Starfssvið: Fiskeldi

Ragnar Jóhannsson Rannsóknastjóri

Starfssvið: Fiskeldi - hönnun fiskeldisbúnaðar - erfðafræði - líftækni - efnafræði - hönnun vinnsluferla

Ritaskrá
Research Gate

Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Líffræðingur
Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir
Líffræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Sigurður Már Einarsson Fiskifræðingur
Sigurður Már Einarsson
Fiskifræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Sigurður Óskar Helgason Líffræðingur
Sigurður Óskar Helgason
Líffræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Sum Yi Lai Doktorsnemi
Theodór Kristjánsson Sérfræðingur í erfðafræði
Theodór Kristjánsson
Sérfræðingur í erfðafræði

Starfssvið: Erfðafræði

Ritaskrá
Research Gate

Tómas Árnason Fiskifræðingur
Tómas Árnason
Fiskifræðingur

Starfssvið: Fiskeldi

Ritaskrá 

Xinlin Zhao Doktorsnemi

Doktorsnemi

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?