Ingólfsfjörður

kort

Hnit - 66°02´50´´N 21°36´50´´W
Flatarmál - 9,3 km2
Meðaldýpi - Ekki þekkt
Mesta dýpi - 70 m

Ingólfsfjörður gengur inn í landið úr Ófeigsfirði milli Seljaness og Munaðarness en hann er nokkuð stór, mjór en alldjúpur. Djúpur áll (>70 m) í Ófeigsfirði nær inn undir mynni Ingólfsfjarðar þar sem er 55 m dýpi. Þar fyrir innan dýpkar aftur niður á 70 m. Til móts við Eyri þar sem gamla síldarbræðslan stendur er um 30 m dýpi en grynnkar úr því inn í botn fjarðarins.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?