Kolmunnarannsóknir í íslenskri landhelgi

Kolmunni er einn af fimm uppsjávarfiskistofnum sem veiddir eru af íslenskum fiskiskipum. Markmið verkefnisins er að safna gögnum fyrir árlegt stofnmat sem er gert á vinnufundi um víðförla stofna (WGWIDE) á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins.

Kolmunnasýnum er safnað úr afla íslenskar skipa og er miða við eitt sýni fyrir hver 2000–3000 tonn veidd. Áhafnir skipanna sjá um að frysta sýni með rúmlega 100 fiskum og senda til Hafrannsóknastofnunnar. Kolmunninn er mældur (lengd og þyngd), kyngreindur, kynþroskagreindur og aldursgreindur hjá stofnuninni.

Að auki er safnað upplýsingum um magn og útbreiðslu kolmunna á íslensku hafsvæði í árlegum IESSNS rannsóknaleiðangri (sjá nánar í umfjöllun um rannsóknir á makríl í N-Atlantshafi). Kolmunnavísitalan úr IESSNS leiðangrinum er ekki notuð við stofnmat þar sem gagnaserían inniheldur einungis tvö ár en ætlunin að vísitalan verði hluti af stofnmati eftir nokkur ár.

Kolmunni. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Síða uppfærð 23. júní 2021.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?