Hvanneyri

Starfsstöðin á Hvanneyri er hluti af Ferskvatns- og eldissviði Hafrannsóknastofnunar. Hún var stofnuð sem útibú Veiðimálastofnunar árið 1978 og var þá staðsett í Borgarnesi. Árið 2004 fluttist starfsstöðin á Hvanneyri og er nú til húsa í Ásgarði hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Helstu verkefni starfsstöðvarinnar eru þjónustu- og vöktunarrannsóknir í laxám á Vesturlandi og Vestfjörðum, auk þátttöku í margvíslegum grunnrannsóknum á ferskvatnsfiskum. Starfsmenn tengjast einnig starfsemi Landbúnaðarháskólans með kennslu og leiðbeiningu nema í rannsóknarverkefnum á grunn- og framhaldsstigi.

Meðal helstu viðfangsefna eru:

  • Vöktun laxastofna í fjölmörgum ám á Vesturlandi og Vestfjörðum.  Fylgst er með umhverfisbreytingum s.s.hitafari, ástandi og stærð seiða árganga, stærð og samsetningu hrygningarstofna, lax- og silungsveiði og veiðiálagi á stofna, rekstur  fiskteljara.
  • Mat á stærðum og gæðum búsvæða.
  • Grunnrannsóknir á lífríki straumvatna á Vestfjörðum (umhverfi, þörungar, smádýr, fiskur) vegna mikillar uppbyggingar fiskeldis.
  • Þátttaka í margvíslegum grunnrannsóknum m.a. á áhrifum sjávarumhverfis á stofnstærð laxastofna og erfðafræði náttúrulegra laxastofna.
  • Ráðgjöf til að efla sjálfbæra nýtingu veiðiáa.

Hafrannsóknastofnun Hvanneyri

Ásgarði
Hvanneyri
311 Borgarnes

Starfsfólk
Nafn Starfsheiti Netfang
Ásta Kristín Guðmundsdóttir Náttúrufræðingur 5752632
Ásta Kristín Guðmundsdóttir
Náttúrufræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríkissvið, gagnasöfnun, sýnataka, úrvinnsla, aldursgreining, skýrslugerð

Menntun: BSc í Náttúru- og umhverfissfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands (2009)

Ritaskrá

Jóhannes Guðbrandsson Sérfræðingur 575 2631
Jóhannes Guðbrandsson
Sérfræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Sigurður Már Einarsson Fiskifræðingur 5752630
Sigurður Már Einarsson
Fiskifræðingur

Starfssvið: Ferskvatnslífríki

Ritaskrá

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?