Önundarfjörður

kort

Hnit - 66°03'N 23°33'W
Flatarmál - 51 km2
Meðaldýpi - 20-30 m
Mesta dýpi - 30 m

Önundarfjörður liggur norðan við Dýrafjörð en sunnan við Súgandafjörð. Mynni hans er á milli annesjanna Sauðaness að norðanverðu og Barða að sunnanverðu. Hann er all víður fjörður miðað við lengd, um 6,6 km í fjarðarmynni og um 15 km langur frá fjarðarmynni í botn. Hann fer hægt mjókkandi eftir því sem innar dregur og er tæpir 2 km á breidd í fjarðarbotni. Dýpi í ytri hluta fjarðarins er um 30 m. Flatarmál fjarðarins er um 51 km2.

Ingjaldssandur er í Önundarfirði utarlega að vestanverðu en kauptúnið Flateyri er innan við miðjan fjörðað norðanverðu. Beggja vegna við Önundarfjörð eru há fjöll, flest á milli 600-700 metrar. Undirlendi er lítið uns komið er innan við Breiðadal og Hjarðardal. Við Veðrará er fjörðurinn orðin mjög grunnur þar sem kallast Vöð, en þar var Önundarfjörður þveraður árið 1980. Þar innan við eru bæði Korpudalur og Hestdalur. Aðrir inndalir Önundarfjarðar eru Klofningsdalur, Hólsdalur, Breiðadalur, Bjarnardalur, Hjarðardalur, Valþjófsdalur og loks Ingjaldssandur sem áður hefur verið getið.

Gert hefur verið botnkort af Önundarfirði með fjölgeislamæli (sjá mynd). Fram kemur á kortinu að mest er dýpi í mynni fjarðarins um 40 m en er kemur inn í fjörðinn er dýpi um 30 m og grynnkar í innsta hluta hans í 10 til 15 m dýpi og minna þar sem taka við leirur.

kort af önundarfirði
Fjölgeisladýptarkort af Önundarfirði.

Heimildir
Agnar Ingólfsson og Arnþór Garðarsson. (1975). Forkönnun á lífríki Laxárvogs, Álftafjarðar og Önundarfjarðar. Líffræðistofnun Háskólans, fjölrit nr. 4, 43 bls.
Arnþór Garðarsson, Ólafur K. Nielsen og Agnar Ingólfsson. (1980). Rannsóknir í Önundarfirði og víðar á Vestfjörðum 1979: Fuglar og fjörur. Líffræðistofnun Háskólans, fjölrit nr. 12, 65 bls.
Björn Gunnarsson, Jónas P. Jónasson og Bruce J. McAdam. (2010). Variation in hatch date distributions, settlement and growth of juvenile plaice (Pleuronectes platessa L) in Icelandic waters. Journal of Sea Research 64, 61-67.
Böðvar Þórisson & Þorleifur Eiríksson. (2008). Dýralíf í Önundarfirði og Dýrafirði. Áfangaskýrsla 1. Náttúrustofa Vestfjarða. NV nr. 4-04
Guðrún G. Þórarinsdóttir og Sólmundur Tr. Einarsson. (1994). Kúfskeljarannsóknir á Norðvesturlandi janúar til mars 1994. Hafrannsóknastofnun 1994, 29 bls.
G. G. Thórarinsdóttir og S. Einarsson. (1996). Distribution and abundance of ocean quahog, Arctica islandica (Linnaeus, 1767), from Icelandic waters. J. Shellf. Res. 15 (3), 729-733.
Gudrún G. Þórarinsdóttir og Sólmundur Einarsson. (1997). Kúfskel við Ísland. Náttúrufræðingurinn, 66 (2), 91-100. 
Guðrún G. Þórarinsdóttir og Stefán Áki Ragnarsson. (1999). Kúfskeljarannsóknir í Önundarfirði í júlí 1999. Skýrsla 13 bls.
Gudrún G. Thórarinsdóttir og Stefán Áki Ragnarsson. (2001). Assessment of density and biomass of Ocean quahog, Arctica islandica, using a hydraulic dredge and underwater photography. ICES 2001/P:24. 9 pp.
Kristján G. Þorvaldsson. (1951). Vestur – Ísafjarðarsýsla. Árbók Ferðafélags Íslands.
Stefán A. Ragnarsson & Gudrun G. Thorarinsdóttir. (2002).  Abundance of ocean quahog, Arctica islandica,, assessed by underwater photography  and hydraulic dredge. Journal of Shellf. Res. vol 21 (2), 673-676.
Þorleifur Eiríksson og Böðvar þórisson. (2006). Dýralíf í Önundarfirði og Dýrafirði. Áfangaskýrsla 2. Könnun á fjörum í Dýra- og Önundarfirði. Náttúrustofa Vestfjarða, NV nr. 11-06.
Þorleifur Eiríksson, Halldór G. Ólafsson, Böðvar Þórisson, Guðmundur Víðir Helgason. (2012). Rannsóknir á fiski og botnlægum hryggleysingjum innan og utan veiðisvæða dragnótar árið 2011. NV nr. 4-12.
Þórunn Þórðardóttir og Agnes Eydal. (1994). Phytoplankton at the Ocean Quahog Harvesting Areas Off the Southwest Coast of Iceland 1994. Svifþörungar á kúfiskmiðum út af norðvesturströnd Íslands 1994. Hafrannsóknastofnun. Fjölrit, 51, 28 bls. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?