Gæðastefna

Gæðastefna Hafrannsóknastofnunar

Það er markmið Hafrannsóknastofnunar að vera leiðandi í rannsóknum á hafinu, vistkerfi hafsins ásamt vötnum og lifandi auðlindum þeirra og að starfsemin uppfylli þær kröfur sem eru gerðar til hennar samkvæmt lögum.

Markmiðið með gæðastefnunni er að tryggja að stofnunin veiti ráðgjöf til stjórnvalda um nýtingu auðlinda sjávar og vatna sem byggð er á bestu fáanlegum upplýsingum sem fengnar eru með viðurkenndum og vel skilgreindum verkferlum.

Gæði rannsókna skulu tryggð með:

  • Bestu aðferðum sem völ er á.
  • Góðri kunnáttu starfsmanna á hverju sérsviði.
  • Góðum tækjabúnaði.
  • Skýrum, greinargóðum rannsóknaáætlunum.
  • Áreiðanlegri vörslu gagna.
  • Áherslu á árangur á öllum stigum.
  • Faglegri ábyrgð á viðeigandi vettvangi.
  • Birtingu niðurstaðna á skjótan og skilvirkan hátt.

Stofnunin leitast við að beita aðferðum altækrar gæðastjórnunar þar sem starfsmenn taka virkan þátt í að bæta árangur.

Til að ná fram settum markmiðum stefnir Hafrannsóknastofnun að því að koma á og viðhalda viðurkenndu gæðakerfi.

Framkvæmdastjórn stofnunarinnar sér til þess að allir starfsmenn þekki og skilji gæðastefnuna og hafi hana að leiðarljósi í starfi.

Hafrannsóknastofnun 19. október 2016

Sigurður Guðjónsson

Ritstjórn

Guðrún Finnbogadóttir
Sigrún Jóhannsdóttir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?