Hvammstangi

Rannsóknastöðin á Hvammstanga hóf starfsemi árið 2009, í samstarfi við Selasetur Íslands. Einn mikilvægasti þáttur starfseminnar er vöktun á ástandi selastofna við Ísland. Fylgst er með stofnstærðarbreytingum á landsels- og útselsstofnunum með reglulegum talningum úr flugvél og mikilvægar vistfræðilegar breytur eru vaktaðar. Önnur mikilvæg verkefni sem unnin eru á starfsstöðinni eru rannsóknir á fæðuvali sela, ásamt samspili sela og veiðiiðnaðar. Einnig eru stundaðar rannsóknir á mannlegum áhrifum á velferð selastofna, m.a. vegna ferðamennsku, og hvernig má lágmarka slík áhrif. Síðast talda verkefnið er þverfaglegt og er unnið í góðu samstarfi við ferðamannadeild Háskólann á Hólum. Starfsmenn á Hvammstanga koma einnig að hvalarannsóknarverkefnum. 

Hafrannsóknastofnun Hvammstanga

Höfðabraut 6
530 Hvammstangi

Starfsfólk
Nafn Starfsheiti Netfang
Eric dos Santos Líffræðingur 5752649
Eric dos Santos
Líffræðingur

Starfssvið: Selarannsóknir ásamt sýna- og gagnasöfnun varðandi sjávarspendýr 
Menntun: MSc í líffræði frá Háskóla Íslands 

Ritaskrá
Research Gate

Sandra Magdalena Granquist Dýraatferlis- og vistfræðingur 8472188
Sandra Magdalena Granquist
Dýraatferlis- og vistfræðingur
Starfssvið: Vistfræði sela
 
Menntun:
PhD, Vistfræði sela, Stockholms háskóli, 2016 (Seal ecology, Stockholm university, 2016)
PhLic, Vistfræði sela, Stockholms háskóli, 2013 (Seal ecology, Stockholm university, 2013)
MSc, Dýraatferlisfræði, Háskóli Íslands, 2008 (Biology/Animal behaviour, University of Iceland, 2008)
BSc, Líffræði, Háskóli Íslands, 2005 (Biology, University of Iceland, 2005)
 

Ritaskrá
Research Gate

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?