Hvammstangi

Rannsóknastöðin á Hvammstanga hóf starfsemi árið 2009, í samstarfi við Selasetur Íslands. Einn mikilvægasti þáttur starfseminnar er vöktun á ástandi selastofna við Ísland. Fylgst er með stofnstærðarbreytingum á landsels- og útselsstofnunum með reglulegum talningum úr flugvél og mikilvægar vistfræðilegar breytur eru vaktaðar. Önnur mikilvæg verkefni sem unnin eru á starfsstöðinni eru rannsóknir á fæðuvali sela, ásamt samspili sela og veiðiiðnaðar. Einnig eru stundaðar rannsóknir á mannlegum áhrifum á velferð selastofna, m.a. vegna ferðamennsku, og hvernig má lágmarka slík áhrif. Síðast talda verkefnið er þverfaglegt og er unnið í góðu samstarfi við ferðamannadeild Háskólann á Hólum. Starfsmenn á Hvammstanga koma einnig að hvalarannsóknarverkefnum. 

Hafrannsóknastofnun Hvammstanga

Höfðabraut 6
530 Hvammstangi

Starfsfólk
Nafn Starfsheiti Netfang
Eric dos Santos Líffræðingur
Eric dos Santos
Líffræðingur

Starfssvið: Selarannsóknir ásamt sýna- og gagnasöfnun varðandi sjávarspendýr 
Menntun: MSc í líffræði frá Háskóla Íslands 

Ritaskrá

Research Gate

Sandra Magdalena Granquist Dýraatferlisfræðingur og vistfræðingur
Sandra Magdalena Granquist
Dýraatferlisfræðingur og vistfræðingur
Starfssvið: Vistfræði sela
Menntun:
PhD, Vistfræði sela, Stockholms háskóli, 2016 (Seal ecology, Stockholm university, 2016)
PhLic, Vistfræði sela, Stockholms háskóli, 2013 (Seal ecology, Stockholm university, 2013)
MSc, Dýraatferlisfræði, Háskóli Íslands, 2008 (Biology/Animal behaviour, University of Iceland, 2008)
BSc, Líffræði, Háskóli Íslands, 2005 (Biology, University of Iceland, 2005)
 

Ritaskrá
Research Gate

Bronte Mae Harris Sumarstarfsmaður
Bronte Mae Harris
Sumarstarfsmaður

Rannsóknarverkefni

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?