Veiðileysufjörður

kort

Hnit - 65°56´33´´N 21°22´34´´W
Flatarmál - 7,8 km2
Meðaldýpi - Ekki þekkt
Mesta dýpi - Ekki þekkt

Fyrir sunnan Reykjarfjörð er lítill fjörður sem heitir Veiðileysufjörður og gengur hann nánast inn úr mynni Reykjarfjarðar. Hann er grunnur í mynninu, rétt tæpir 40 m, en ekki liggja fyrir mælingar á dýpi hans er innar kemur. Hann er um 2,9 km á breidd í mynninu og um 5,4 km frá mynni inn í botn en flatarmál hans er tæpir 8 km2.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?