Fréttir & tilkynningar

Brennihvelja (l. Cyanea capillata)

Ný grein um áhrif marglytta á fiskeldi

Grein sem birt var nýlega í vísindatímaritinu Aquaculture Environment Interactions nýlega, sýnir fram á að marglyttur geti valdið fiskdauða og efnahagslegu tjóni hjá fiskeldisfyrirtækjum, jafnvel löngu eftir að marglytturnar eru farnar frá svæðinu.
Ert þú hæfileikaríkur hugbúnaðarsérfræðingur?

Ert þú hæfileikaríkur hugbúnaðarsérfræðingur?

Hafrannsóknastofnun leitar að reyndum og metnaðarfullum hugbúnaðarsérfræðingi til að styrkja uppbyggingu, viðhald og framþróun upplýsingakerfa stofnunarinnar. Við leitum að liðsmanni sem verður hluti af öflugu hugbúnaðarteymi sem vinnur saman að úrlausn fjölbreyttra verkefna, þvert á svið stofnunarinnar.
Cecilie Hansen

Opin málstofa fimmtudaginn 31. október

Cecilie Hansen, rannsakandi frá norsku hafrannsóknastofnunni (Havforskingsinstituttet), verður með erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar fimmtudaginn 31. október kl. 12.30. Erindi hennar, sem flutt verður á ensku ber heitið: 'The effect of climate change, fisheries management and invasive species on the ecosystem in the Barents and Nordic Seas - explored by using an Atlantis end-to-end model'. Málstofan verður haldin í fundarsal höfuðstöðva Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og á Teams. Öll eru velkomin. 9 'The effect of climate change, fisheries management and invasive species on the ecosystem in the Barents and Nordic Seas - explored by using an Atlantis end-to-end model'
Ný bók um Atlantshafsþorskinn

Ný bók um Atlantshafsþorskinn

Út er komin bókin Líffræði og vistfræði Atlantshafsþorsks á vegum CRC Press. Dr. Ingibjörg G. Jónsdóttir sjávarvistfræðingur á Hafrannsóknastofnun er meðal ritstjóra og höfunda bókarinnar en einnig koma fjórir aðrir sérfræðingar stofnunarinnar að skrifum tveggja kafla.
30% aukning á fjölda stangveiddra laxa milli ára

30% aukning á fjölda stangveiddra laxa milli ára

Bráðabirgðasamantekt Hafrannsóknastofnunar sýnir að heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var um 42.400 fiskar, sem er um 30 % aukning frá árinu 2023 og um 2% undir meðalveiði áranna 1974 - 2023.
Sýnataka undir þokuboga á Þingvallavatni.

Innbyrðis sveiflur einstakra svifþörungategunda í Þingvallavatni

Nýlega kom út skýrsla, þar sem fram kemur samantekt á niðurstöðum vöktunar á svifþörungum í Þingvallavatni á 10 ára tímabili, á árunum 2015–2024. Í skýrslunni kemur fram að vöktunin hafi leitt í ljós að þótt magn svifþörunga fylgi í stórum dráttum árstíðabundinni kúrfu, sjást miklar innbyrðis sveiflur í magni einstakra tegunda milli ára.
Ráðgjöf um engar loðnuveiðar

Ráðgjöf um engar loðnuveiðar

Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. Þessi ráðgjöf er samhljóma fyrirliggjandi upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2023. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2025.
Úr Arnarfirði. (Mynd: Shutterstock)

Stofnmat og ráðgjöf vegna rækju í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við varúðarsjónarmið, að afli rækju í Arnarfirði fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meira en 169 tonn og að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar í Ísafjarðardjúpi.
Ert þú sá rekstrarstjóri eigna sem við leitum að?

Ert þú sá rekstrarstjóri eigna sem við leitum að?

Hafrannsóknastofnun leitar eftir metnaðarfullum, öflugum og traustum aðila til að hafa yfirumsjón með rekstri eigna stofnunarinnar. Megin verkefnið er rekstur rannsóknaskipa.
Mynd og myndband: Svanhildur Egilsdóttir.

Óróleg grindhvalavaða í Breiðafirði

Sumarleyfi tveggja starfsmanna Hafrannsóknastofnunar tók óvænta stefnu þann sl. sumar þegar þeir urðu vitni að mjög sérstöku atferli grindhvala (Globicephala melas melas). Starfsmennirnir voru í kayakferð í innanverðum Breiðafirði, fram af mynni Álftafjarðar, þegar hópur grindhvala kom syndandi að þeim.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?