Fréttir & tilkynningar

Ljósmynd: Leó Alexander Guðmundsson

Skýrsla um vöktun á áhrifum sjókvíaeldis á villta laxastofna

Út er komin samantektarskýrsla um vöktun Hafrannsóknastofnunar 2024 á áhrifum sjókvíaeldis á villta laxastofna á Íslandi. Vöktunina má skipta niður í nokkra þætti; vöktun með fiskteljurum, greiningu og rakningu meintra strokulaxa úr eldi, greining á lífssögu strokulaxa með hreisturrannsóknum og rannsóknir á erfðablöndun.
Hnúðlaxahrygna á göngu um teljara í Sjávarfossi í Langá 5. júlí  2025.

Við óskum eftir veiddum hnúðlöxum til rannsókna

Undanfarna daga hefur farið að bera á göngum hnúðlaxa upp í ár hér á landi. Þeir eru þegar farnir að veiðast, en einnig hefur orðið vart við þá í fiskteljurum með myndavélum. Hnúðlaxar hafa veiðst í ám í öllum landshlutum, en flestir í ám á Austurlandi. Búist er við allnokkrum göngum hnúðlaxa í ár í sumar.
Ertu þú sérfræðingur í veiðarfæratækni?

Ertu þú sérfræðingur í veiðarfæratækni?

Hafrannsóknastofnun auglýsir tímabundið starf sérfræðinge í rannsóknum og þróun á veiðarfæratækni sem stuðlar að bættri kjörhæfni, minni áhrifum á hafsbotninn og lækkun kolefnisspors. Starfið er hluti af Marine Guardian verkefninu sem styrkt er af Horizon áætlun Evrópusambandsins.
Skjáskot úr myndbandinu sem vísað er til í fréttinni.

Endurheimt votlendis með áherslu á fiska

Starfsfólk Hafrannsóknastofunar á Hvanneyri , hefur ásamt samstarfsaðilum skoðað möguleikann á endurheimt votlendis a Mýrunum með áherslu á fiska.
Rannsókn á gæðaþáttum í ám og vötnum

Rannsókn á gæðaþáttum í ám og vötnum

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar fóru á dögunum í leiðangur um norður og norðausturland til að safna sýnum í ám og vötnum til rannsókna á líffræðilegum gæðaþáttum, smádýrum og þörungum. Þessir þættir eru notaðir til að meta vistfræðilegt ástand í ám og vötnum á svæðinu í samræmi við vatnaáætlun Íslands 2022–2027.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Árni Friðriksson kominn í makrílrannsóknir

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr höfn 30. júní til þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarrannsóknaleiðangri. Eitt af meginmarkmiðum hans er að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi.
Blað brotið þegar Gyða María tók við stöðu yfirvélsstjóra

Blað brotið þegar Gyða María tók við stöðu yfirvélsstjóra

Sl. vetur var blað brotið varðandi framgang kvenna hjá Hafrannsóknastofnun þegar kona tók við stöðu yfirvélstjóra á Bjarna Sæmundssyni en Gyða María Norðfjörð Símonardóttir vélstjóri tók tímabundið við stöðu yfirvélstjóra í fyrsta sinn og uppskar blómvönd fyrir vikið enda söguleg tímamót.
Meðaltal sjávarhita (°C) á 0-50 m dýpi í hafinu umhverfis Ísland, í maí 2025. Þykk svört lína sýnir…

Helstu niðurstöður frá vorleiðangri 2025

Árlegur vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar stóð yfir 13. - 26. maí síðastliðinn. Leiðangurinn er hluti af langtímavöktun á ástandi sjávar (hiti og selta) og rannsóknum á næringarefnum, ólífrænu kolefni, plöntusvifi og dýrasvifi við Ísland.
Mjúkur kórall

Ýmis verkefni um vernd í hafi

Mikil vitundarvakning hefur verið á málaflokki um vernd í hafi, meðal annars vegna frumsýningar á nýrri mynd með Sir David Attenborough, Ocean. Þar er meðal annars fjallað um nauðsyn verndarsvæða og áhrif af botnvörpuveiðum.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ástand nytjastofna sjávar og ráðgjöf fyrir fiskveiðiárið 2025/2026

Í dag kynnir Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna er lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar undir Ráðgjöf.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?