Fréttir & tilkynningar

Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir samstarfi við togara vegna stofnmælinga

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum vegna tímabundinnar leigu á togurum til stofnmælinga að hausti og vori. Um er að ræða útboð vegna djúpslóðar í haustralli ásamt NA og S svæða í marsralli til eins árs (haustrall 2024, marsrall 2025) með möguleika á framlengingu til fleiri ára ef aðilar sannmælast um það. Gert er ráð fyrir fjórum vikum í október (haustrall) og þrem vikum frá lokum febrúar fram í mars (marsrall).
Villtur lax (ofar) og eldislax (neðar) í teljaranum í Langadalsá í byrjun september 2023.

Ný skýrsla um vöktun vegna áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxastofna 2023

Út er komin ný skýrsla á vegum Hafrannsóknastofnunar sem ber heitið „Samantekt vöktunar vegna áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxastofna 2023“. Í skýrslunni kemur fram að samhliða auknu eldi á laxi í sjókvíum fylgi því áhættur sem taldar eru geta ógnað stöðu villtra laxastofna hér á landi, t.d. erfðablöndun.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Hafrannsóknastofnun hlýtur styrk til rannsókna á stofnerfðafræði síldar

Hafrannsóknastofnun hefur hlotið styrk frá fyrirtækjum í uppsjávariðnaði í þeim tilgangi að styrkja síldarverkefni, um ríflega 4,3 milljónir. Um er að ræða framhald á samnorrænu rannsóknaverkefni um stofnerfðafræði síldar í Noregshafi og hafsvæðunum í kring og aðgreiningu þeirra með erfðafræðilegum aðferðum. Afli síldar fyrir austan Ísland og í Noregshafi er gjarnan blanda af fleirum en einum stofni og umfangið verið meira tvö síðustu sumur og haust en áður. Það hefur skapað miklar áskoranir og óvissu.
Hér má sjá þau Önnu Heiðu Ólafsdóttur, leiðangursstjóra makrílleiðangursins, Kristján H. Kristinsson…

Árni Friðriksson í makrílrannsóknum

Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar Árni Friðriksson fór úr Hafnarfjarðarhöfn 1. júlí til þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarleiðangri. Eitt af meginmarkmiðum hans er að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi.
Ráðgjöf um veiðar á langreyðum

Ráðgjöf um veiðar á langreyðum

Að gefnu tilefni og í ljósi umræðunar undanfarið vill Hafrannsóknastofnun árétta eftirfarandi atriði varðandi ráðgjöf hennar um veiðar á langreyðum. Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggir á úttektum vísindanefnda bæði Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Markmið ráðgjafarinnar er að tryggja hámarksafrakstur hvalastofnanna á sama tíma og gæta skal varúðarsjónarmiða þannig að hverfandi líkur séu á ofveiði.
Við leitum að sérfræðingi á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Við leitum að sérfræðingi á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir sérfræðingi til þess að starfa við fjölbreytt verkefni tengdum umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Starfið felur í sér rannsóknir og vöktun á umhverfi og lífríki fjarða ásamt úrvinnslu gagna, túlkun þeirra og miðlun. Starfsstöð getur verið í Hafnarfirði, á Ísafirði eða Neskaupsstað.
Leiðangur í kortlagningu búsvæða nýlokið

Leiðangur í kortlagningu búsvæða nýlokið

Vísindafólk á vegum Hafrannsóknastofnunar hefur nú nýlokið leiðangri í kortlagningu búsvæða. Markmiðið var að kortleggja samfélög og búsvæði botndýra á landgrunnsbrúninni suður og austur af Íslandi.
Laxateljari í Laugardalsá sem greinir eldisfiska

Laxateljari í Laugardalsá sem greinir eldisfiska

Í liðinni viku unnu sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar við að koma fyrir laxateljara í fiskveginn við Einarsfoss í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp. Teljarinn er búinn myndavél sem tekur myndir af fiskum sem ganga í ána.
Hið þýska rannsóknaskip og ísbrjótur RV Polarstern sem er í eigu Alfred Wegener stofnunarinnar. Þett…

Áhrif loftslagsbreytinga á sjávarvistkerfum norðurskautsins

Næstu mánuði mun Alfred Wegener stofnuninn standa fyrir leiðangri til norðurskautsins (upp að 80. breiddargráðu) á hinu sögufræga skipi og ísbrjóti og ísbrjóti RV Polarstern.Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, Áki Jarl Láruson stofnerfðafræðingur, verður um borð til að vinna að verkefninu "Áhrif loftslagsbreytinga á sjávarvistkerfum norðurskautsins" (e. Impact of climate change on Arctic marine ecosystems).
Eins og sjá má á Mælaborði hvalatalninga eru andarnefjur, búrhvalir og langreyðar þær  hvalategundir…

Hvalatalningasmáforrit Hafrannsóknastofnunar tekið í notkun

Hvalatalningasmáforrit Hafrannsóknastofnunar er komið í gagnið eftir mikla þróunar- og undirbúningsvinnu þróunarteymis stofnunarinnar. Frumútgáfa forritsins er núna í prufukeyrslu á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF 200 og hefur reynst vel, en fram að þessu hefur verið notast við blöð, blýant og upptökutæki til að skrá talda hvali.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?