Fréttir & tilkynningar

Fyrrverandi starfsfólk kvatt með trega

Fyrrverandi starfsfólk kvatt með trega

Hafrannsóknastofnun kvaddi nýlega starfsmenn sem látið hafa af störfum á síðustu mánuðum.
Síðustu erfðasýnatökur ársins úr laxseiðum

Síðustu erfðasýnatökur ársins úr laxseiðum

Síðustu erfðasýnatökur ársins úr laxseiðum hafa verið í gangi sl daga og vikur á vegum Hafrannsóknastofnunar.
Skarkolakríli (Pleuronectes platessa).

Fæða skarkolaungviðis í fjörunni

Skarkoli (Pleuronectes platessa) er mikilvægur nytjafiskur á Íslandi en þó er lítið sem ekkert vitað um fæðuval hans fyrsta sumarið. Rannsókn sýnir fram á að fæðusamsetning ungviðisins breyttist þegar leið á sumarið og eftir stærð seiðanna. Burstaormar voru algengasti fæðuhópurinn allt sýnatökutímabilið, en botnlægar krabbaflær voru ríkjandi í júlí.
Hnúfubakur í augsýn! Mynd tekin af Guðjóni Má Sigurðssyni í hvalatalningu um borð í Bjarna Sæmundssy…

Áhrif hvalaúrgangs skíðishvala á frumframleiðni

Niðurstöður rannsókna um áhrif hvalaúrgangs skíðishvala á frumframleiðni voru nýlega birtar og sýna fram á að hvalir hafa almennt séð frekar takmörkuð áhrif á frumframleiðni í höfunum í kringum Ísland.
Siglt út að netum í Svartárvatni.

Vatnarannsóknir í þágu LIFE Icewater

Síðustu mánuði hefur starfsfólk Hafrannsóknastofnunar verið á ferð á Norður og Norðausturlandi í rannsóknaleiðöngrum í tengslum við Icewater verkefnið. Á árinu hefur verið farið í fjögur straumvötn og fjögur stöðuvötn fyrir ýmiskonar sýnatökur og mælingar.
Af eðlisháttum fiskanna - Gleðilegan dag íslenskrar tungu!

Af eðlisháttum fiskanna - Gleðilegan dag íslenskrar tungu!

Ástin fiskanna er köld eins og sjálfir þeir; hún er ekkert annað en stundarþörf einstaklingsins. .. Þeir verða að gjöra sig ánægða með að frjóvga þau egg, sem þeir þekkja ekki móðurina að og sjá aldrei ungana úr.
Kolmunni. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Nýjar rannsóknaniðurstöður um kolmunna

Tvær nýjar vísindagreinar unnar undir forystu Háskóla Íslands í samstarfi við Hafrannsóknastofnun leiða í ljós flókna stofnagerð kolmunna í Norðaustur-Atlantshafi. Stofninn er blanda af mörgum undirstofnum, sumir svæðisbundnir og aðrir víðförlir. Þetta hefur afleiðingar fyrir fiskveiðstjórnun og gæti verið mikilvægt fyrir afkomu tegundarinnar á tímum loftlagsbreytinga.
Svartserkur. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Svartserkur nemur land við Noreg

Svartserkur er ný framandi tegund í fjörum hér við land en tegundarinnar varð fyrst vart árið 2020. Þá fundust eggjasekkir í fjöru, en snigillin sjálfur fannst í Breiðafirði árið 2023. Nú hefur tegundarinnar orðið vart við Noregsstrendur og því ljóst að hún er að dreifa sér um Norður Atlantshafið.
Starfsfólk í haustralli fékk þessa glæsilegu boli í tilefni af 30. haustrallinu. Efsta mynd er áhöfn…

80 starfsmenn tóku þátt í 30. haustralli Hafró!

Þann 17. október s.l. lauk þrítugustu Stofnmælingu botnfiska að haustlagi (einnig nefnt haustrall eða SMH). Togararnir Breki VE og Þórunn Sveinsdóttir VE auk rannsóknaskipsins Árni Friðrikssonar HF tóku þátt í verkefninu í ár og tóku alls um 80 starfsmenn þátt í verkefninu.
Ný grein sýnir fram á pólhverfa útbreiðslu marflóstegundarinnar Amathillopsis spinigera

Ný grein sýnir fram á pólhverfa útbreiðslu marflóstegundarinnar Amathillopsis spinigera

Ný grein birtist fyrir skemmstu í og ber heitið Clinging onto Arctic Benthos: Biogeography of Amathillopsis spinigera Heller, 1875 (Crustacea: Amphipoda), including its redescription. Helstu niðurstöðurnar rannsóknarinnar sem lýst er í greininni eru þær að að marflóstegundin Amathillopsis spinigera virðist vera að alveg pólhverf* og getur búið bæði á miklu grynnri slóðum (á um 10 metrum) en einnig á talsvert meiri dýpt en áður hafði verið talið (á rúmu þriggja kílómetra dýpi).
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?