Fréttir & tilkynningar

Vopnaða kaupskipið HMS Rajputana sem var skotið niður 13. apríl 1941 á Íslandsmiðum og kom inn grein…

Mælingar hafsbotnsins varpa ljósi á skipsflakið HMS Rajputana

Kortlagning hafsbotnsins: Nýjar mælingar varpa ljósi á kunnuglegt skipsflak: Á 400 metra dýpi, um það bil 80 sjómílur vestur af Snæfellsnesi liggur skipskrokkur á hafsbotninum sem er 155 metra langur og 20 metra breiður. Staðsetning flaksins er á 64° 57'N, 27° 19'V og það sem er talið vera stefni skipsins rís 13 metra upp frá hafsbotninum og virðist snúa í vestur. Skipið liggur á ystu brún plógfars eftir ísaldarjökul sem er 330 metra breitt og 12 metra djúpt. Skutur skipsins virðist vera grafinn undir set og er skipið því líklega lengra en gögnin sýna. Umhverfis flakið má sjá hóla og hæðir sem gætu verið leifar af skipinu sjálfu.
Ólafur P. Steingrímsson stýrimaður í brúnni.

Kortlagning hafsbotnsins á fullu stími

Þrettándi fjölgeislaleiðangur Hafrannsóknastofnunar í átaksverkefninu Kortlagning hafsbotnsins. Þann 9. apríl sl. hófst þrettándi kortlagningaleiðangur Hafrannsóknastofnunar í átaksverkefninu Kortlagning hafsbotnsins. Á leið leiðangursfólks frá Vestmannaeyjum vestur fyrir Reykjaneshrygg, var hafsbotninn kortlagður á Reykjanesgrunni, Faxabanka og Jökuldjúpi. Þrátt fyrir norð-norðvestan hvassviðri og mikla brælu hefur tekist að safna ágætis dýpismælingum af hafsbotninum, um 5.996 km2 þegar þessi frétt er skrifuð.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ráðgjöf um veiðar á rækju við Snæfellsnes

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuafli á svæðinu við Snæfellsnes frá 1. maí 2024 til 15. mars 2025 verði ekki meiri en 375 tonn.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Lækkun á ráðlögðum grásleppuafla

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að veiðar á grásleppu fiskveiðiárið 2023/2024 verði ekki meiri en 4030 tonn. Er það um 9% lækkun milli ára. Ráðgjöfin byggir að mestu á stofnvísitölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2024 en einnig frá árinu á undan. Vísitölur þessara tveggja ára voru svipaðar og vel undir langtíma meðaltali og því lægri en mörg ár þar á undan.
Theresa Henke

Málstofa 4. apríl: Flundra í íslensku lífríki

Theresa Henke, doktornemi í líffræði, verður erindi um rannsóknir sínar um tilvist flundru í íslensku ferskvatni. Theresa vinnur nú að rannsóknaverkefni sínu í líffræði við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum.
Ert þú sérfræðingur í vatnamálum?

Ert þú sérfræðingur í vatnamálum?

Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða til starfa sérfræðing í vatnamálum. Starfið felur í sér vinnu við ýmis verkefni sem tengjast lögum um stjórn vatnamála en stofnunin veitir bæði ráðgjöf þar um auk þess að sinna rannsóknum og vöktun. Starfið mun einkum felast í ráðgjafahluta málaflokksins. Bent er á vefsvæði á vegum Umhverfisstofnunar um vatnamál, vatn.is, fyrir þá sem vilja kynna sér málaflokkinn betur.
Líklega er íslenska vatnið best í heimi. Mörgum útlendingnum þykir merkilegt að hægt sé að drekka va…

Fögnum alþjóðlegum degi vatnsins í dag, 22. mars

Í dag 22. mars er Alþjóðlegur dagur vatnsins. Það er svo sannarlega ástæða fyrir Íslendinga að fagna þeim degi sem og vatninu okkar. Fyrir utan fiskinn í sjónum er líklega engin auðlind mikilvægari fyrir okkur en einmitt vatnið sem er undirstaðan veiði í ám og vötnum en einnig fyrir orkufrekan iðnað vegna raforkurframleiðslu frá fallvötnum og jarðhitagufu.
Málstofa 21. mars: Hvernig bregst þorskurinn og aðrir nytjafiskar við fyrir framan botnvörpu?

Málstofa 21. mars: Hvernig bregst þorskurinn og aðrir nytjafiskar við fyrir framan botnvörpu?

Í þessari málstofu verður fyrst fjallað stuttlega um þekkingarsvið okkar á áhrifum botnvörpu á lífverur sem lifa ýmist ofan í, ofan á eða við botn á fiskislóð. Hvað er hægt að gera til lágmarka möguleg neikvæð áhrif. En aðal umfjöllunarefnið verður að skýra út niðurstöður frá rannsóknum sem voru gerðar á hegðun nytjafiska fyrir framan botnvörpu.
Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna…

Samstarfssamningur milli Hafrannsóknastofnunar og Náttúruminjasafns Íslands

Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna, og Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands innsigluðu nýlega samkomulag um samstarf stofnananna. Markmið samkomulagsins er að stuðla að samstarfi fræðimanna og nemenda á vegum stofnananna um rannsóknir og miðlun á fræðasviðum sínum.
Kristín og Svandís kvarna ýsu í togararalli á Breka.
Mynd: Valur Bogason.

Inn með trollið, inn! (myndir)

Það hefur verið líf og fjör um borð í Breka VE 61 í togararalli Hafrannsóknarstofnunar síðastliðnar vikur en svo er árlegur leiðangur stofnunarinnar alla jafna kallaður hvers tilgangur er að stofnmæla botnfisk á Íslandsmiðum. Fjögur skip þátt í verkefninu; togararnir Breki VE og Gullver NS, og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?