Hvalatalningasmáforrit Hafrannsóknastofnunar tekið í notkun
Hvalatalningasmáforrit Hafrannsóknastofnunar er komið í gagnið eftir mikla þróunar- og undirbúningsvinnu þróunarteymis stofnunarinnar. Frumútgáfa forritsins er núna í prufukeyrslu á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF 200 og hefur reynst vel, en fram að þessu hefur verið notast við blöð, blýant og upptökutæki til að skrá talda hvali.
11. júní