Fréttir & tilkynningar

Eins og sjá má á Mælaborði hvalatalninga eru andarnefjur, búrhvalir og langreyðar þær  hvalategundir…

Hvalatalningasmáforrit Hafrannsóknastofnunar tekið í notkun

Hvalatalningasmáforrit Hafrannsóknastofnunar er komið í gagnið eftir mikla þróunar- og undirbúningsvinnu þróunarteymis stofnunarinnar. Frumútgáfa forritsins er núna í prufukeyrslu á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF 200 og hefur reynst vel, en fram að þessu hefur verið notast við blöð, blýant og upptökutæki til að skrá talda hvali.
Hér má sjá talningarsvæðin. Fyrsti leggurinn á Árna Friðrikssyni er á svæði IR en þessi leggur er sa…

Hvalatalningar sumarsins hafnar

Nú í byrjun sumar hófust viðfangsmiklar hvalatalningar við landið, þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson lagði í hann frá Hafnarfirði. Þessar talningar eru hluti af svokölluðum NASS talningum (North Atlantic Sighting Survey), en þær hafa verið framkvæmdar reglulega síðan 1987, og eru talningar sumarsins þær sjöundu í seríunni. Auk Íslands taka Noregur, Færeyjar, og Grænland þátt í talningunni, en auk þess eru Kanada og Skotland með álíka talningar á sama tíma.
Hitastig sjávar á heimsvísu hefur aldrei mælst hærra

Hitastig sjávar á heimsvísu hefur aldrei mælst hærra

Ný skýrsla um ástand sjávar var kynnt í síðustu viku en hún var gefin út á vegum Alþjóðahaffræðinefndar UNESCO (IOC) með stuðningi íslenskra stjórnvalda. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að hitastig sjávar á heimsvísu hefur aldrei mælst hærra en á síðasta ári og hefur hraði hækkunar sjávarborðs og hlýnunar tvöfaldast síðustu tvo áratugi.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ástand helstu nytjastofna sjávar og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár

Hafrannsóknastofnun kynnti í dag, föstudagin 7. júní, úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna er lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar.
Leó Alexander Guðmundsson líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun fjallar hér um strokulaxa úr kvíaeldi…

Upptökur af fundi um málefni ferskvatnsfiska eru tiltækar

Í tilefni þess að nýtt veiðitímabil væri að hefjast boðaði Hafrannsóknastofnun til morgunfundar 16. maí undir yfirskriftinni „Upptaktur að veiðisumri“. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði en var einnig streymt.
Skjáskot: https://english.hi.is/news/
developed_a_three_dimensional_ocean_model

Ert þú sérfræðingur í líkanagerð?

Hafrannsóknastofnun leitar að öflugum sérfræðing í líkanagerð til að sinna þróun og viðhaldi á haffræðilíkönum stofnunarinnar og til þess að taka þátt í þverfaglegu starfi sem miðar að því að auka þekkingu á umhverfi og vistkerfum sjávar. Starfið felur einkum í sér þróun og viðhald haffræðilíkansins ROMS (Regional Oceanographic Modeling System) sem krefst þekkingar á forritunarmálinu Python en einnig er kostur að þekkja til Fortran.
Sérfræðingur í loftgæðateymi

Sérfræðingur í loftgæðateymi

Hafrannsóknastofnunin leitar eftir sérfræðingi í loftgæðateymi efnagreiningadeildar. Sérfræðingurinn mun sinna kvörðun og grunnviðhaldi mælitækja á loftgæðamælistöðvum. Einnig mun hann undirbúa og framkvæma útblástur- og loftgæðamælingar fyrir stóriðju, verksmiðjur og aðra starfsemi. Starfið er fjölbreytt, bíður upp á sveigjanlegan vinnutíma og breytilegt starfsumhverfi.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ráðgjöf Hafrannsóknastofunar fyrir komandi fiskveiðiár

Hafrannsóknastofnun kynnir úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár föstudaginn 7. júní 2024 kl. 9.00. Kynningin fer fram í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5, Hafnarfirði en verður einnig streymt. Fundurinn er öllum opinn fyrir alla áhugasama.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Til hamingju með daginn sjómenn!

Hafrannsóknastofnun óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn! Við minnum á fjöruga dagskrá í tilefni dagsins í Hafnarfirði, m.a. hina sívinsælu fiskasýningu framan við höfuðstöðvar Hafró við Fornubúðir en rannsóknafólk stofnunarinnar safnar og varðveitir alls kyns furðu- og nytjafiska yfir árið til þess að geta sýnt þá á sjómannadaginn. Ennfremur geta börn og fjölskyldur spreytt sig á fiskamyndlist í Listasmiðju fjölskyldunnar á jarðhæð í húsnæði Hafró.
Kynningarfundur vegna nýrrar skýrslu um ástand hafsins 2024

Kynningarfundur vegna nýrrar skýrslu um ástand hafsins 2024

Utanríkisráðuneytið, Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahaffræðinefnd UNESCO (IOC) efna til opins fundar í tilefni af útgáfu skýrslu IOC um ástand hafsins – State of the Ocean Report 2024. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 3. júní kl. 10:00-11:15 í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og fer fram á ensku.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?