
Ástand sjávar í vetur
Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var í sjórannsóknaleiðangri á miðunum umhverfis landið 8. -20. febrúar síðastliðinn. Leiðangurinn var þáttur í gagnasöfnun í verkefninu “Ástand sjávar” en markmið þess er að fylgjast með breytingum á umhverfisaðstæðum á Íslandsmiðum. Frá því um 1950 hafa farið fram mælingar á hita og seltu á ákveðnum stöðum á landgrunninu að vori eða í byrjun sumars.
29. mars