Af hverju rækta Íslendingar ekki krækling?
Í Fiskifréttum birtist í dag grein eftir Söru Harðardóttur, sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun og Stefaníu Ingvarsdóttur, MPA nema í opinberri stjórnsýslu í HÍ um kræklingarækt á Íslandi. Þar kemur m.a. fram að íslensk stjórnvöld hafa í tvígang samþykkt lagasetningar sem ganga gegn hagsmunum kræklingaræktar með því að fela í sér svo þungt regluverk að ljóst hefði mátt vera að greinin gæti ekki þrifist.
20. ágúst