Handan vendipunkta - margir álagsþættir varðandi vernd líffræðilegs fjölbreytileika í hafi. Málstofa Hafrannsóknastofnunar 16. október.

Handan vendipunkta - margir álagsþættir varðandi vernd líffræðilegs fjölbreytileika í hafi. Málstofa…

Málstofa Hafrannsóknastofnunar verður næst haldin 16. október nk. kl. 12.30 en yfirskrift hennar er: Handan vendipunkta - margir álagsþættir varðandi vernd líffræðilegs fjölbreytileika í hafi (e. Beyond tipping points: safeguarding biodiversity in an ocean facing multiple stressors) og verður fluttur á ensku. 

Fyrirlesari er Dr. Sam Dupont er prófessor við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð og starfsmaður Hafrannsóknastofnunar í hlutastarfi. 

Heilbrigt haf er nauðsynlegt fyrir heilbrigt samfélag, langt umfram þau gæði sem það veitir í formi auðlinda. Álag á hafið fer vaxandi, m.a. vegna ofnýtingar, eyðingar búsvæða, mengunar, loftslagsbreytinga og súrnunar sjávar, með víðtækum afleiðingum fyrir heilsu manna. Þrátt fyrir að vísindaleg þekking styðji þetta, er vöntun á áhrifaríkum aðgerðum en þetta staðfestir að upplýsingar einar og sér eru ekki nægilega sterkur drifkraftur breytinga. Til dæmis byggir stjórnun margra álagsþátta enn á eiturefnavistfræði sem gjarnan einblínir á þröskulda eða vendipunkta en þetta kann að henta illa þegar um loftslagsbreytingar og súrnun sjávar er að ræða. Á þessar málstofu mun Sam Dupont ræða um takmarkanir og áhættur við núverandi ramma stjórnunar, og nota súrnun sjávar sem dæmi, og kanna mögulegar lausnir.

Dr. Sam Dupont er prófessor við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð og hefur þar leitt öflugt vísindastarf við rannsóknastöðina í Kristineberg. Hann hefur birt fleiri en 300 vísindagreinar og sem lýsa niðurstöðum rannsókna á áhrifum súrnunar sjávar auk annara álagsþátta og hefur síðustu ár lagt aukna áherslu á miðlun þekkingar til stjórnvalda, IPCC og fleiri vísindanefnda á alþjóðavettvangi. Hann mun starfa í hlutastarfi við Hafrannsóknastofnun næstu tvö ár.

Málstofan verður á ensku og haldin í fyrirlestrarsal Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5, jarðhæð en einnig á Teams.

Tengill á fjarfund málstofunnar er hér.

Öllum er heimill aðgangur. 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?