Mynd og myndband: Svanhildur Egilsdóttir.

Óróleg grindhvalavaða í Breiðafirði

Sumarleyfi tveggja starfsmanna Hafrannsóknastofnunar tók óvænta stefnu þann sl. sumar þegar þeir urðu vitni að mjög sérstöku atferli grindhvala (Globicephala melas melas). Starfsmennirnir voru í kayakferð í innanverðum Breiðafirði, fram af mynni Álftafjarðar, þegar hópur grindhvala kom syndandi að þeim.
Ný veiðiráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl, kolmunna og úthafskarfa

Ný veiðiráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl, kolmunna og úthafskarfa

Í dag, 30. september 2024, veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2025 og fyrir efri og neðri úthafskarfa fyrir 2025, 2026 og 2027. Helstu niðurstöður eru tíundaðar hér að neðan.
Mynd fengin af vefsvæði NAMMCO

Hvalir merktir með nýrri gerð gervitunglamerkja

Undanfarnar vikur hefur Hafrannsóknastofnun gert tilraunir til að merkja hrefnur inni á Eyjafirði með merkjum sem eru afrakstur þróunarvinnu innan vébanda Norður Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins, NAMMCO.
Við leitum að sérfræðingum í líkanagerð

Við leitum að sérfræðingum í líkanagerð

Hafrannsóknastofnun leitar að tveimur öflugum sérfræðingum til að sinna þróun og viðhaldi á haffræðilíkönum stofnunarinnar og til þess að taka þátt í þverfaglegu starfi sem miðar að því að auka þekkingu á umhverfi og vistkerfum sjávar.
Loðnuskip á veiðum.

Breytt atferli loðnu vegna loftslagsbreytinga

Vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun, í samstarfi við Tækniháskólann í Danmörku, birtu nýlega grein í Fisheries Oceanography þar sem breytingar á útbreiðslu loðnu í kjölfar loftlagsbreytinga var rannsökuð. Í greininni kemur fram að miklar breytingar hafi orðið á dreifingu og farleiðum loðnu.
Haraldur R. Ingvarsson náttúrufræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur rannsakað vistkerfi Tjarnarinn…

Tjörnin í landnámsfasa eftir ördeyðu fyrri ára

Ný skýrsla sem kom út á dögunum á vegum Hafrannsóknastofnunar sýnir að hin síðari ár hafa ekki miklar breytingar á lífríki Tjarnarinnar en sé horft á stöðuna frá árinu 2007 hefur orðið gjörbreyting.
Aldrei mælst jafnmikið af sandsíli - myndband

Aldrei mælst jafnmikið af sandsíli - myndband

Þann 30. ágúst sl. lauk leiðangri á Bjarna Sæmundsyni þar sem rannsakað var ástand sjávars, sæbjúgna og sandsílis. Í ár mældist mesti þéttleiki sandsíla frá upphafi. Í leiðangrinum voru tekinn sýni með sandsílaplóg á þremur svæðum, Faxaflóa, Vestmannaeyjar að Vík í Mýrdal og Ingólfshöfða.
Makríll. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

42% minna mældist af makríl

Niðurstöður liggja fyrir frá sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 28. júní til 2. ágúst 2024.
Viðamikið yfirlitsrit um íslensk skeldýr

Viðamikið yfirlitsrit um íslensk skeldýr

Út er komið viðamesta yfirlitsrit íslenskra lindýra síðan á síðustu öld. Ritið heitir Skýrsla Hafrannsóknastofnunar um söfnun lindýra í íslenskri lögsögu á tíu ára tímabili.
Sum Yi Lai doktorsefni í líffræði

Doktorsvörn um Breytileika í fæðuvef Atlantshafslax í tíma og rúmi

Sum Yi Lai ver doktorsverkefni sitt í líffræði 30. ágúst nk. frá kl. 13.00 til 15.00 í hátíðasal Háskóla Íslands. Heiti ritgerðar hennar er Breytileiki í fæðuvef Atlantshafslax í tíma og rúmi og hefur hún unnið að doktorsverkefni sínu í nánu samstarfi við starfsmenn Hafrannsóknastofnunar frá 2020.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?