Karl Gunnarsson hlýtur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, Karl Gunnarsson líffræðingur og sérfræðingur í sjávarþörungum, var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, þann 1. janúar síðastliðinn. Orðuna fékk hann fyrir framlag sitt til rannsókna á botnþörungum, lífríki hafsins og vistkerfi strandsvæða.
05. janúar