Teistur sem veiddust í grásleppunet.

Grásleppuveiðibann á grunnsævi líklegt til að hafa áhrif á veiðarnar

Meðafli sjófugla í grásleppunetum er þekkt vandamál í þeim löndum sem grásleppa er veidd, og fáar ef einhverjar lausnir eru til á vandanum. Þannig er metið að um 3000-8000 fuglar drukkni í grásleppunetum á ári hverju við Ísland, sjá nánar hér.
Dýptarmælingakort af Grænland-Skotland hryggnum ásamt helstu hafstraumum.

Grænland - Skotland hryggurinn: Er kominn tími fyrir aðgerðir?

Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar, Háskóla Íslands og Senckenberg stofnunarinnar, sem eru öll aðilar að BIODICE samstarfinu, birtu nýlega grein í tímaritinu Marine Ecology þar sem þeir vekja athygli á áhyggjum sínum af hafsvæðinu við Grænlands-Skotlands hrygginn á tímum breytinga í hafinu.
Árni Friðriksson á vetrarlegum sumardegi út af Vestfjörðum 4. júlí 2024. Myndina tók Anna Heiða Ólaf…

Makríll einungis suðaustur af landinu

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku þann 2. ágúst í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi. Í þessum 33 daga leiðangri Árna kringum landið voru teknar 65 togstöðvar og sigldar um 6000 sjómílur eða 11 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. Að auki var miðsjávarlagið rannsakað með togum og bergmálsmælingum.
Svartserkur er nafn á nýjum landnema sem fundist hefur í Breiðafirði. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Grein um nýjan landnema í bresku líffræðitímariti

Nýlega birtist grein í tímaritinu Journal of the Marine Biological Association of the United Kingdom, um staðfesta komu nýs sæsnigils í Atlantshafi sem ber heitið svartserkur. Greinin ber heitið A transoceanic journey: Melanochlamys diomedea's first report in the North Atlantic en ritið er, eins og nafnið gefur til kynna, helsta vísindarit Félags breska sjávarlíffræðinga.
Hnúðlax, l. Oncorhynchus gorbuscha (Shutterstock)

Rannsóknir á tilvist og áhrifum hnúðlaxa

Hafrannsóknastofnun hefur tekið þátt í rannsóknum í sumar til að auka þekkingu á hnúðlaxi. Skráning veiða á hnúðlaxi er mikilvæg til að fylgjast með fjölda veiddra fiska og útbreiðslu tegundarinnar bæði í tíma og rúmi.
Kalsamt getur orðið upp við ísinn og þá er eins gott að vera vel klæddur. Hér eru þeir félagarnir Gu…

Hvalatalningum NASS24 um það bil að ljúka

Hvalatalningum á Árna Friðrikssyni HF200 sem hófust í byrjun júlí hafa gengið samkvæmt áætlunum og sér nú fyrir endan á þeim. Þessi hluti hvalatalningana fara fram samhliða 15. makrílleiðangri stofnunarinnar og með þátttöku fjölda annara þjóða við Norður -Atlantshafið sem bæði taka þátt í hvalatalningum og makrílleit.
Hálslón og Kárahnjúkur, en lónið er dæmi um mikið breytt vatnshlot.

Ný skýrsla um aðferðir við ákvörðun á vistmegni mikið breyttra vatnshlota

Nýlega kom út skýrsla sem ber heitið Aðferðir við ákvörðun á vistmegni mikið breyttra vatnshlota. Verkefnið er samstarfsverkefni Hafrannsóknastofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands og er unnið fyrir Umhverfisstofnun. Það snýr að lögum um stjórn vatnamála sem sett voru árið 2011, en markmið þeirra er að vernda vatn og vistkerfi þess.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir samstarfi við togara vegna stofnmælinga

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum vegna tímabundinnar leigu á togurum til stofnmælinga að hausti og vori. Um er að ræða útboð vegna djúpslóðar í haustralli ásamt NA og S svæða í marsralli til eins árs (haustrall 2024, marsrall 2025) með möguleika á framlengingu til fleiri ára ef aðilar sannmælast um það. Gert er ráð fyrir fjórum vikum í október (haustrall) og þrem vikum frá lokum febrúar fram í mars (marsrall).
Villtur lax (ofar) og eldislax (neðar) í teljaranum í Langadalsá í byrjun september 2023.

Ný skýrsla um vöktun vegna áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxastofna 2023

Út er komin ný skýrsla á vegum Hafrannsóknastofnunar sem ber heitið „Samantekt vöktunar vegna áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxastofna 2023“. Í skýrslunni kemur fram að samhliða auknu eldi á laxi í sjókvíum fylgi því áhættur sem taldar eru geta ógnað stöðu villtra laxastofna hér á landi, t.d. erfðablöndun.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Hafrannsóknastofnun hlýtur styrk til rannsókna á stofnerfðafræði síldar

Hafrannsóknastofnun hefur hlotið styrk frá fyrirtækjum í uppsjávariðnaði í þeim tilgangi að styrkja síldarverkefni, um ríflega 4,3 milljónir. Um er að ræða framhald á samnorrænu rannsóknaverkefni um stofnerfðafræði síldar í Noregshafi og hafsvæðunum í kring og aðgreiningu þeirra með erfðafræðilegum aðferðum. Afli síldar fyrir austan Ísland og í Noregshafi er gjarnan blanda af fleirum en einum stofni og umfangið verið meira tvö síðustu sumur og haust en áður. Það hefur skapað miklar áskoranir og óvissu.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?