Við leitum að nýdoktor til að starfa að BioProtect verkefninu
Hafrannsóknastofnunin auglýsir eftir nýdoktor í “Horzion EU Mission Ocean and Waters” verkefnið - BioProtect.
20. febrúar
Nýting á hafi til að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmslofti
Nýverið sendi Hafrannsóknastofnun frá sér umsögn um umsókn Rastar sjávarrannsóknaseturs um rannsóknaleyfi vegna fyrirhugaðra tilrauna í Hvalfirði. Nokkuð hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum og vert að fjalla í stuttu máli yfir afstöðu stofnunarinnar sem lýst er nánar í umsögninni.
18. febrúar
Ástand djúpkarfa á Íslandsmiðum
Mælingar Hafrannsóknastofnunar sýna því langvarandi brest í nýliðun djúpkarfa sem á komandi árum mun leiða til enn frekari minnkunar hrygningarstofns djúpkarfa. Mun það ástand vara þar til nýliðun batnar. Allar veiðar munu því hafa neikvæð áhrif á stofninn.
17. febrúar
Við fögnum Alþjóðlegum degi kvenna í vísindum!
Í dag 11. febrúar fagnar Hafrannsóknastofnun Alþjóðlegum degi kvenna í vísindum. Á Íslandi njóta konur meira jafnréttis þegar kemur að þátttöku í vísindastörfum og tækifærum til náms en víða í heiminum. En það er ekki langt síðan að konur fengu ekki brautargengi til náms og í vísindastörfum hérlendis. Eitthvað sem flestum þykir fásina í dag og sem betur fer hefur þessi staða breyst hægt og rólega á liðnum árum og áratugum.
11. febrúar
Skrifborð, sjór, stígvél og slor
Viðtal við Sigurlínu Gunnarsdóttur rannsóknarmann í tilefni af Degi kvenna í vísindum. Hún hóf störf á Hafrannsóknastofnun við að greina rækjulirfur og magasýni árið 1980 strax eftir stúdentspróf.
11. febrúar
Út við á í grænum dal, þar leynast töfrarnir
Viðtal við Fjólu Rut Svavarsdóttur líffræðing í tilefni af Degi kvenna í vísindum
11. febrúar
Ný alþjóðleg úttekt lofar starfsemi Sjávarútvegsskólans
Sjávarútvegsskóli GRÓ fékk mikið lof í nýlegri matskýrslu GOPA ráðgjafafyrirtækis í nýrri ytri úttekt á GRÓ miðstöðinni um þróunarsamvinnu og fjórum GRÓ skólunum sem tilheyra miðstöðinni.
10. febrúar
Loðnumælingar í vikunni í takt við fyrri mælingu
Bráðabirgða niðurstöður frekari loðnumælinga sýna ívið lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan á sömu slóðum. Það er því ljóst að niðurstöðurnar munu leiða til óbreyttrar ráðgjafar um engar veiðar.
01. febrúar
Ert þú sérfræðingur um lífríki ferskvatnsfiska og verndun laxastofna?
Hafrannsóknastofnun auglýsir nú um stundir tvær stöður á Ferskvatns- og eldissviði.
30. janúar
Stöður rannsóknafólks á Hvammstanga, Vestmanneyjum og Hafnarfirði
Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir rannsóknafólki til starfa í sýna- og gagnavinnslu við selarannsóknir á starfsstöð stofnunarinnar á Hvammstanga, við rannsóknir sýna og gagnavinnslu í starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum og við rannsóknir sýna og gagnavinnslu í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Hafnarfirði