Hér má sjá talningarsvæðin. Fyrsti leggurinn á Árna Friðrikssyni er á svæði IR en þessi leggur er sa…

Hvalatalningar sumarsins hafnar

Nú í byrjun sumar hófust viðfangsmiklar hvalatalningar við landið, þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson lagði í hann frá Hafnarfirði. Þessar talningar eru hluti af svokölluðum NASS talningum (North Atlantic Sighting Survey), en þær hafa verið framkvæmdar reglulega síðan 1987, og eru talningar sumarsins þær sjöundu í seríunni. Auk Íslands taka Noregur, Færeyjar, og Grænland þátt í talningunni, en auk þess eru Kanada og Skotland með álíka talningar á sama tíma.
Hitastig sjávar á heimsvísu hefur aldrei mælst hærra

Hitastig sjávar á heimsvísu hefur aldrei mælst hærra

Ný skýrsla um ástand sjávar var kynnt í síðustu viku en hún var gefin út á vegum Alþjóðahaffræðinefndar UNESCO (IOC) með stuðningi íslenskra stjórnvalda. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að hitastig sjávar á heimsvísu hefur aldrei mælst hærra en á síðasta ári og hefur hraði hækkunar sjávarborðs og hlýnunar tvöfaldast síðustu tvo áratugi.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ástand helstu nytjastofna sjávar og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár

Hafrannsóknastofnun kynnti í dag, föstudagin 7. júní, úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna er lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar.
Leó Alexander Guðmundsson líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun fjallar hér um strokulaxa úr kvíaeldi…

Upptökur af fundi um málefni ferskvatnsfiska eru tiltækar

Í tilefni þess að nýtt veiðitímabil væri að hefjast boðaði Hafrannsóknastofnun til morgunfundar 16. maí undir yfirskriftinni „Upptaktur að veiðisumri“. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði en var einnig streymt.
Skjáskot: https://english.hi.is/news/
developed_a_three_dimensional_ocean_model

Ert þú sérfræðingur í líkanagerð?

Hafrannsóknastofnun leitar að öflugum sérfræðing í líkanagerð til að sinna þróun og viðhaldi á haffræðilíkönum stofnunarinnar og til þess að taka þátt í þverfaglegu starfi sem miðar að því að auka þekkingu á umhverfi og vistkerfum sjávar. Starfið felur einkum í sér þróun og viðhald haffræðilíkansins ROMS (Regional Oceanographic Modeling System) sem krefst þekkingar á forritunarmálinu Python en einnig er kostur að þekkja til Fortran.
Sérfræðingur í loftgæðateymi

Sérfræðingur í loftgæðateymi

Hafrannsóknastofnunin leitar eftir sérfræðingi í loftgæðateymi efnagreiningadeildar. Sérfræðingurinn mun sinna kvörðun og grunnviðhaldi mælitækja á loftgæðamælistöðvum. Einnig mun hann undirbúa og framkvæma útblástur- og loftgæðamælingar fyrir stóriðju, verksmiðjur og aðra starfsemi. Starfið er fjölbreytt, bíður upp á sveigjanlegan vinnutíma og breytilegt starfsumhverfi.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ráðgjöf Hafrannsóknastofunar fyrir komandi fiskveiðiár

Hafrannsóknastofnun kynnir úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár föstudaginn 7. júní 2024 kl. 9.00. Kynningin fer fram í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5, Hafnarfirði en verður einnig streymt. Fundurinn er öllum opinn fyrir alla áhugasama.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Til hamingju með daginn sjómenn!

Hafrannsóknastofnun óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn! Við minnum á fjöruga dagskrá í tilefni dagsins í Hafnarfirði, m.a. hina sívinsælu fiskasýningu framan við höfuðstöðvar Hafró við Fornubúðir en rannsóknafólk stofnunarinnar safnar og varðveitir alls kyns furðu- og nytjafiska yfir árið til þess að geta sýnt þá á sjómannadaginn. Ennfremur geta börn og fjölskyldur spreytt sig á fiskamyndlist í Listasmiðju fjölskyldunnar á jarðhæð í húsnæði Hafró.
Kynningarfundur vegna nýrrar skýrslu um ástand hafsins 2024

Kynningarfundur vegna nýrrar skýrslu um ástand hafsins 2024

Utanríkisráðuneytið, Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahaffræðinefnd UNESCO (IOC) efna til opins fundar í tilefni af útgáfu skýrslu IOC um ástand hafsins – State of the Ocean Report 2024. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 3. júní kl. 10:00-11:15 í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og fer fram á ensku.
Verkefnastjóra vantar á Umhverfissvið Hafrannsóknastofnunar

Verkefnastjóra vantar á Umhverfissvið Hafrannsóknastofnunar

Hafrannsóknastofnun leitar að öflugum verkefnastjóra með góða þekkingu á aðferðafræðum verkefnastjórnunar. Starfið mun fela í sér að skipuleggja og leiða vinnu við stefnumótun og verkefni tengd henni. Starfið mun einnig fela í sér að byggja upp og miðla þekkingu á verkefnastjórnun innan stofnunarinnar og vinna með teymum að skipulagningu verkefna og halda utan um framgang þeirra.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?