Alþjóðleg vinnustofa um afföll og mengun frá veiðarfærum

Alþjóðleg vinnustofa um afföll og mengun frá veiðarfærum

Ísland hýsir alþjóðlega vinnustofu um afföll og mengun frá veiðarfærum á norðurslóðum

Hafrannsóknastofnun mun hýsa tveggja daga alþjóðlega vinnustofu sem fjallar um plastmengun sem á uppruna sinn frá fiskveiðum, með sérstakri áherslu á að bætt utanumhald um borð í skipum við botnvörpuveiðar sem starfa á norðurslóðum. Vinnustofan er skiplögð og haldin af skrifstofu Norðurskautsráðsins um vernd gegn mengun hafsins á norðurslóðum (PAME), en á fundin munu koma saman fulltrúar fiskveiða, stefnumótendur, vísindamenn, félagasamtök og tæknilegir sérfræðingum til að greina hagnýtar og svæðisbundnar leiðir til að draga úr rekstrarúrgangi og koma í veg fyrir tap fiskveiðarfæra á hafi úti.

Plastmengun frá fiskveiðum er þekkt alþjóðlegt umhverfisvandamál 

Plastmengun frá fiskveiðum, þar með talið yfirgefin, týnd eða förguð veiðarfæri (ALDFG) ásamt afskurði veiðarfæra, er vel þekkt alþjóðlegt umhverfisvandamál og viðvarandi áskorun á Norður-Atlantshafi. Við strendur Íslands safnast upp partar úr veiðarfærum sem gerð eru úr plastefnum, þrátt fyrir strandhreinsanir sér vart högg á vatni. Slíkur reki bendir til mikils magns af fiskveiðatengdum úrgangi í sjónum, bæði í vatnsmassanum og niður á hafsbotn. Plastmengun frá veiðarfærum felur í sér áhættu fyrir vistkerfi hafsins, þar á meðal draugaveiðar, ánetjuð sjávarspendýr og sjófuglar, í viðbót við auknu magni örplasts í umhverfinu. Að efla úrgangsstjórnun um borð veiðiskipa og lágmarka tap veiðarfæra eru meðal lykilþátta í landsbundnum og svæðisbundnum aðgerðum gegn plastmengun í sjó.

Á Íslandi hefur í áratugi verið skylda að tilkynna töpuð net. Árið 2021 var sú skylda útvíkkuð til að ná til allra gerða veiðarfæra, ásamt kröfu um merkingu þeirra. Jafnframt er hér á landi starfrækt kerfi sem tekur á móti notuðum veiðarfærum og sér um endurvinnslu þeirra eða ásættanlega förgun. Íslenska kerfið um móttöku og flutning notaðra veiðarfæra hefur víða verið nefnt sem fyrirmynd fyrir önnur ríki.

Lítið eftirlit vegna tapaðra veiðarfæra

Þrátt fyrir þetta eru tilkynningar um töpuð veiðarfæri hér á landi langt undir því magni sem ætla mætti. Utanumhald og eftirfylgni virðist jafnframt vera lítil eða jafnvel engin, sem takmarkar grundvöll markvissrar áætlanagerðar um endurheimt veiðarfæra með reglubundnum hreinsunum, líkt og þekkist hjá öðrum þjóðum. Í Noregi hafa um áratuga skeið verið framkvæmdar kerfisbundnar leiðangrar til að endurheimta týnd veiðarfæri. Þeir byggja á reglubundinni skráningu af hálfu fiskveiðigeirans og eru gott dæmi um skipulagða, landsbundna nálgun við úrlausn þessa vanda.

Vinnustofan er skipulögð og hýst af Íslandi. Að skipulaginu koma einnig, Noregur, Danmörk og Holland í samstarfi við Wageningen Social & Economic Research, norsku Fiskistofuna, norsku Umhverfisstofnunina, Umhverfis- og Orkustofnun Íslands, Fiskistofu Íslands, dönsku Umhverfisstofnunina og Háskólann í Árósum.

Tengill á vefsíðu vinnustofunnar:
https://pame.is/ourwork/arctic-marine-litter/improving-fishing-gear-waste-management-practices-on-board-fishing-vessels-operating-in-the-arctic-workshop/


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?