Hestfjörður

kort

Hnit - 65°58'N 22°53'W
Flatarmál - 12 km2
Meðaldýpi - Ekki þekkt
Mesta dýpi - Ekki þekkt

Hestfjörður er austan við Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi. Hann er rúmlega 1 km á breidd í fjarðarmynni við Hvítanes og fer hægt mjókkandi frá fjarðarmynni inn í botn. Hann er tæplega 13 km langur frá fjarðarmynni inn í botn. Flatarmál hans er 12 km2.

Ysti hluti Hestfjarðar sameinast Skötufirði en það svæði innan við eyjuna Vigur er þeim sameiginlegt. Mjög lítið undirlendi er beggja vegna fjarðarins og í hann renna margar ár. Hestfjarðará í botni fjarðarins er þeirra stærst.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?