Vesturland

Vesturland er skilgreint á þessum vef frá Reykjanesi að Látrabjargi. Því er skipt í tvö svæði, Faxaflóa og Breiðafjörð. Til þæginda eru Ósabotnar við Hafnir á utanverður Reykjanesi einnig látnir fylgja þessu svæði þó að þeir séu strangt til tekið utan Faxaflóa. Sérkenni þessa svæðis er tveir geysistórir firðir eða flóar en inn úr þeim ganga margir smærri firðir, til suðurs og austurs í Faxaflóa en til suðurs, austurs og norðurs í Breiðafirði. Í Breiðafirði eru einnig urmull af eyjum sem auka á fjölbreytni náttúru og sjávarlífs í þeim firði umfram aðra.

Strandstraumur liggur með landi inn að sunnanverðum Faxaflóa og Breiðafjarðar en út að norðanverðu og áfram til norðurs. Meginstraumstefna utar á landgrunninu er til norðurs og markast mjög af streymi Atlantssjávar norður með Vesturlandi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?