Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar

Skv. 4. gr. laga nr. 112/2015 um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna skal forstjóri hafa sér til ráðuneytis níu manna ráðgjafarnefnd sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Verkefni nefndarinnar er að vera forstjóra til ráðuneytis um langtímastefnumótun starfseminnar og vera tengiliður við hagsmunaaðila um fagleg málefni.

Ráðgjafarnefndin fundar að lágmarki einu sinni á ári og situr forstjóri Hafrannsóknastofnunar fundi hennar.

Nefndin var skipuð í desember 2016 og er formaður hennar, skipaður án tilnefningar af ráðherra, Ágúst Einarsson. 

Aðrir nefndarmeðlimir eru:

  • frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti: Sesselja Bjarnadóttir og til vara Hugi Ólafsson
  • frá mennta- og menningarmálaráðuneyti: Erla Björk Örnólfsdóttir og til vara Sigurjón Arason
  • frá Landssambandi fiskeldisstöðva: Heiðdís Smáradóttir og til vara Jónas Jónasson
  • frá Landssambandi smábátaeigenda: Örn Pálsson og til vara Ólafur Hallgrímsson
  • frá Landssambandi stangaveiðifélaga: Ragnheiður Thorsteinsson og til vara Viktor Guðmundsson
  • frá Landssambandi veiðifélaga: Sveinbjörn Eyjólfsson og til vara Drífa Hjartardóttir
  • frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi: Kristján Þórarinsson og til vara Anna Guðmundsdóttir
  • frá Sjómannasambandi Íslands og Farmanna og fiskimannasambandi Íslands sameininlega: Árni Bjarnason og til vara Valmundur Valmundsson

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?