Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar

Í 4. gr. laga nr. 112/2015 um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er fjallað um skipan ráðgjafarnefndar sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Einn nefndarmaður skal skipaður án tilnefningar og er hann formaður, einn samkvæmt tilnefningu ráðherra sem fer með umhverfismál, einn samkvæmt tilnefningu ráðherra menntamála, og skal sá valinn úr hópi háskólakennara eða annarra fræðimanna við háskólastofnun, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands fiskeldisstöðva, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands smábátaeigenda, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands stangaveiðifélaga, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands veiðifélaga, einn samkvæmt tilnefningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og einn samkvæmt sameiginlegri tilnefningu Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Forstjóri situr fundi með ráðgjafarnefnd. Ráðgjafarnefndin skal funda einu sinni á ári og oftar ef þurfa þykir. Formaður ráðgjafarnefndar kveður hana saman til fundar. Verkefni nefndarinnar er að vera forstjóra til ráðuneytis um langtímastefnumótun starfseminnar og vera tengiliður við hagsmunaaðila um fagleg málefni.

Í kjölfar tilnefninga hefur ráðherra skipað eftirfarandi aðila til setu í nefndinni til ársloka 2024:

Gunnar Stefánsson, formaður, skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðararáðherra, netfang: gunnar[hjá]hi.is

Erla Björk Örnólfsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra, netfang: erlabjork[hjá]holar.is
Varamaður: Sigurjón Arason, netfang: sigurjon.arason[hjá]matis.is

Danfríður K. Skarphéðinsdóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðherra, netfang: danfridur.k.skarphedinsdottir[hjá]uar.is
Varamaður: Hugi Ólafsson, netfang: hugi.olafsson[hjá]uar.is

Erla Pétursdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, netfang: erla[hjá]visirhf.is
Varamaður: Kristján Þórarinsson, netfang: k[hjá]sfs.is

Gunnar Steinn Gunnarsson, tilnefndur af Landsambandi fiskeldisstöðva, netfang: gunnar[hjá]laxar.is
Varamaður: Eva Dögg Jóhannesdóttir, netfang: edj[hjá]rorum.is

Örn Pálsson, tilnefndur af Landsambandi smábátaeigenda, netfang: orn[hjá]smabatar.is
Varamaður: Einar Helgason, netfang: hinneinarinn[hjá]hotmail.com

Sveinbjörn Eyjólfsson, tilnefndur af landsambandi veiðifélaga, netfang: bull[hjá]emax.is
Varamaður: Drífa Hjartardóttir, netfang: keldur[hjá]isholf.is

Jón Þór Ólason, tilnefndur af Landssamband stangveiðifélaga, netfang: jtho[hjá]jonatansson.is
Varamaður: Ragnheiður Thorsteinsson, netfang: ragnheidur.thorsteinsson[hjá]ruv.is

Valmundur Valmundsson, tilnefndur sameiginlega af Sjómannasambandi Íslands og Félagi skipstjórnarmanna, netfang: vv[hjá]ssi.is
Varamaður: Árni Bjarnason, netfang: ab[hjá]skipstjorn.is

Uppfært 20. janúar 2022
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?