Skipin

Hafrannsóknastofnun á og rekur tvö sérútbúin rannsóknaskip, Árna Friðriksson RE 200 og Bjarna Sæmundsson RE 30. 

Leiðangrar skipanna beinast meðal annars að margvíslegum vistfræðiathugunum, stofnmælingum, kortlagningu hafsbotnsins, fiskmerkingum, veiðarfærarannsóknum.

 • Árni Friðriksson

  rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE 200

  Rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE 200 var smíðað í Asmar skipasmíðistöðinni í Chile og afhent Hafrannsóknastofnun árið 2000. Skipið er 70 metra langt og 14 metra breytt. Vélarnar eru fjórar, 1000 kw hver. Meðalganghraði er um 13 sjómílur, en hámarksganghraði um 16 sjómílur.

  Skipið er sérsmíðað til hafrannsókna og er meðal annars búið fjölgeisladýptarmæli og jarðlagamæli til kortlagningar sjávarbotnsins, sem endurnýjaðir voru vorið 2017. Einnig er í skipinu búnaður til samburðarrannsókna á veiðarfærum. Skipið  er einstaklega hljóðlátt og búið fullkomnustu tækni til bergmálsmælinga sem völ er á.

  Í skipinu eru aðstaða fyrir 33, þar af 18 manna áhöfn og 15 vísinda- og rannsóknarmenn.

  • Skipaskrárnúmer: 2350
  • Kallmerki: TFNA
  • Sími: 851 2085
  • Immarsat - sími: 00 874 325 150 710 (austur Atlantshaf) / 00 871 325 150 710 (vestur Atlantshaf)
  • Immarsat - skeyti: 00 871 325 150 711 (austur Atlantshaf) / 00 874 325 150 711 (vestur Atlantshaf)

   

 • Bjarni Sæmundsson

  rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson RE 30

  Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson RE 30 var smíðað í Þýskalandi árið 1970 og afhent Hafrannsóknastofnun í desember sama ár.

  Skipið er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, dýpt að efra þilfari er 7,0 metrar. Í skipinu eru þrjár vélar, 410 kw. hver. Ef keyrt er á öllum vélum er ganghraði skipsins um 12 sjómílur.

  Á skipinu er 14 manna áhöfn og auk þess er aðstaða fyrir 13 vísinda- og rannsóknarmenn.

  • Skipaskrárnúmer: 1131
  • Kallmerki: TFEA
  • Sími: 851 2105
  • Immarsat - sími: 00 870 761 289 064
  • Immarsat - skeyti: 00 871 761 289 065 (austur Atlantshaf) / 00 874 761 289 065 (vestur Atlantshaf)

   

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?