Rannsóknafréttir

Fiskilóðningar við Viðey rannsakaðar

Fiskilóðningar við Viðey rannsakaðar

Mikið af hnúfubökum hefur haldið sig við Viðey nýlega. Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar fór á stúfana og kannaði málið.
Hnúfubakur við Íslandsstrendur.

Ný grein um tengsl hvala og loðnu

Nýlega birtist grein í Marine Biology sem ber heitið Útbreiðsla hvala og loðnu í tíma og rúmi á Austur-Grænlandsgrunninum að hausti.
Rannsóknaskipið Þórunn Þórðardóttir HF300 á leiðinni til Grænlands í ólgusjó við Snæfellsnes.

New York Times segir frá leiðangri á Þórunni og veltihringrásinni

New York Times birti nýlega grein um leiðangur á rannsóknaskipinu Þórunni Þórðardóttur og breytingar veltihringrásarinnar í Atlantshafinu.
Afdrif og áhrif þörungaeiturs í fæðukeðju sjávar

Afdrif og áhrif þörungaeiturs í fæðukeðju sjávar

Hafrannsóknastofnun tekur þátt í alþjóðlegu verkefni um þörungaeitur í fæðukeðju sjávar á norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga (Marine phycotoxins in the Arctic: an emerging climate change risk, vinnuheitið er PHATE). 
Kolmunni. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Nýjar rannsóknaniðurstöður um kolmunna

Tvær nýjar vísindagreinar unnar undir forystu Háskóla Íslands í samstarfi við Hafrannsóknastofnun leiða í ljós flókna stofnagerð kolmunna í Norðaustur-Atlantshafi. Stofninn er blanda af mörgum undirstofnum, sumir svæðisbundnir og aðrir víðförlir. Þetta hefur afleiðingar fyrir fiskveiðstjórnun og gæti verið mikilvægt fyrir afkomu tegundarinnar á tímum loftlagsbreytinga.
Svartserkur. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Svartserkur nemur land við Noreg

Svartserkur er ný framandi tegund í fjörum hér við land en tegundarinnar varð fyrst vart árið 2020. Þá fundust eggjasekkir í fjöru, en snigillin sjálfur fannst í Breiðafirði árið 2023. Nú hefur tegundarinnar orðið vart við Noregsstrendur og því ljóst að hún er að dreifa sér um Norður Atlantshafið.
Ný grein sýnir fram á pólhverfa útbreiðslu marflóstegundarinnar Amathillopsis spinigera

Ný grein sýnir fram á pólhverfa útbreiðslu marflóstegundarinnar Amathillopsis spinigera

Ný grein birtist fyrir skemmstu í og ber heitið Clinging onto Arctic Benthos: Biogeography of Amathillopsis spinigera Heller, 1875 (Crustacea: Amphipoda), including its redescription. Helstu niðurstöðurnar rannsóknarinnar sem lýst er í greininni eru þær að að marflóstegundin Amathillopsis spinigera virðist vera að alveg pólhverf* og getur búið bæði á miklu grynnri slóðum (á um 10 metrum) en einnig á talsvert meiri dýpt en áður hafði verið talið (á rúmu þriggja kílómetra dýpi).
Bláskel. Mynd af Shutterstock.

Viðhorf Íslendinga til skelfisks rannsakað í viðamiklu norrænu verkefni

Rannsóknasetur HÍ í Þingeyjarsveit mun í samstarfi við Hafrannsóknastofnun rannsaka þörungaeiturefni í fæðukeðju sjávar með tilliti til sjálfbærrar þróunar á norðurslóðum.
Ný grein um eggjaframleiðslu og lifun þorskseiða

Ný grein um eggjaframleiðslu og lifun þorskseiða

Nýlega kom út grein í tímaritinu ICES Journal of Marine Science sem nefnist Key drivers and spatio-temporal variation in the reproductive potential of Icelandic cod. Í greininni er verið að rannsaka eggjaframleiðslu, meta áhrif meðalstærðar og aldursdreifingar á eggjaframleiðslu ásamt því að meta lifun þorskseiða fyrsta árið.
Svartserkur. Framendi dýrsins er hægra megin. – Melanochlamys diomedea with the front of the animal…

Saga sæsnigilsins svartserks á Íslandi

Í nýjustu grein Náttúrufræðingsins segja starfsmenn Hafrannsóknastofnunar ásamt fleirum frá mjög athyglisverðum fyrsta fundi sæsnigilsins svartserks (Melanochlamys diomedea) í Atlantshafi. Sagt er frá ferlinu frá því að hann sást fyrst í fjöru við Ísland þar til staðfest tegundagreining fékkst.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?