Rannsóknafréttir

Klóþang

Ný rannsókn varpar ljósi á hvaða fiskar nýta klóþangsfjörur og áhrif þangtekju

Ný rannsókn, sem birtist í Journal of the Marine Biological Association of the United Kingdom, varpar ljósi á hvaða fiskar nýta klóþangsfjörur og um hugsanleg áhrif þangtekju á þá.
Mynd af skelkrabba. Skelkrabbar (fræðiheiti: Ostracoda) eru flokkur krabbadýra sem inniheldur samtal…

Áhrif sjókvíaeldis á götunga og skelkrabba

Niðurstöður meistararannsóknar um áhrif sjókvíaeldis á tvo hópa lífvera, götunga og skelkrabba sýndu að tegundafjölbreytileiki tegundanna minnkaði með aukinni nálægð við eldiskvíar og á sama tíma fækkaði einnig einstaklingum af hópi götunga.
Hákarl eða Greenland Shark eins og hann heitir á ensku. Mynd þessi er birt á miðlinum  IFLscience.co…

Ljósi varpað á lífssögu hákarls

Ný alþjóðleg vísindagrein varpar nýju ljósi á lífssögu hákarls og bendir m.a. á mögulegar gotstöðvar suðvestur af Íslandi. Hákarl finnst víða í norðanverðu Atlantshafi og er talin vera ein langlífasta hryggdýrategund í heimi.
Útsýni til suðurs frá tanganum. Austurbunki til vinstri og Vesturbunki til hægri. – Ljósm. Matthías …

Hafrannsóknastofnun rannsakar Surtsey ásamt fleirum

Árlegur rannsókna- og vöktunarleiðangur Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar fór nýlega fram. Í leiðangrinum tóku þátt sérfræðingar frá Náttúrufræðistofnun, Hafrannsóknastofnun, og fleiri.
Hitastig sjávar ákveður útbreiðslu hrognkelsis

Hitastig sjávar ákveður útbreiðslu hrognkelsis

Hrognkelsi hrygnir við strendur Íslands og annarra Norðurlanda og ungviði þeirra halda til hafs eftir því sem það vex, en hvert fara þau? Í nýrri vísindagrein frá vísindamönnum á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Danmörku og Noregi, er útbreiðsla hrognkelsa rannsökuð út frá gögnum frá alþjóðlega vistkerfisleiðangrinum í Norðurhöfum að sumarlagi.
Má bjóða þér þörunga-kombucha?

Má bjóða þér þörunga-kombucha?

Í grein sem birtist nýlega í tímaritinu International Journal of Gastronomy and Food Science, og ber heitir „þörunga-kombucha: Athugun á nýsköpun úr íslenskum sjávarauðlindum“ kemur fram að kombucha-framleiðsla hefur þróast í arðbæran iðnað víðsvegar í veröldinni.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Lítt þekktir djúpsjávarháfar rannsakaðir

Nýlega kom út vísindagrein sem fjallar um útbreiðslu og fæðuvistfræði 11 tegunda djúpsjávarháfa við Ísland. Rannsóknin , sem spannar nærri þrjá áratugi (1996–2023), er afar þýðingarmikil og veitir mikilvægar upplýsingar um vistfræði djúpsjávarháfa á þessu svæði.
Pandalus borealis. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ný grein um erfðafræðilega aðgreiningu rækju

Nýlega kom út grein um erfðafræðilega aðgreiningu stofna innfjarðar rækju (algengar á grunnslóð) og úthafs rækju (stóri kampalampi, Pandalus borealis) við norðanvert Ísland. Notast var við raðgreind skerðibútagögn úr erfðamengi rækju sem safnað var úr Arnarfirði, Skjálfanda, og alla leið út að Kolbeinsey.
Langa laxsíld. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ný vísindagrein um líffræði löngu laxsíldar

Langa laxsíld (Notoscopelus kroyeri) er ein af algengustu tegundum miðsjávarfiska í kringum Ísland en hún hefur verið lítið rannsökuð hingað til. Öflun þekkingar á líffræði tegundarinnar er forsenda sjálfbærar nýtingu hennar í framtíðinni.
Ný aðferðafræði við raunprófun beitt á uppsjávarfiskistofna

Ný aðferðafræði við raunprófun beitt á uppsjávarfiskistofna

Þróun eigindlegra líkana fyrir vistkerfi sjávar: Ný aðferðafræði við raunprófun beitt á uppsjávarfiskistofna við Ísland, Færeyjar og Grænland
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?