Veiðileysufjörður

kort af Veiðileysufirði

Hnit - 66°20,1'N 22°41,8'W
Flatarmál - 15,7 km2
Meðaldýpi - 35-40 m
Mesta dýpi - 61 m

Veiðileysufjörður er austan við Hesteyrarfjörð. Hann er stærstur Jökulfjarða og gengur til norðurs úr þeim. Hann er breiðastur í mynni fjarðarins um 3,4 km og fer jafnt og þétt mjókkandi inn í botn. Hann er um 9,2 km á lengd og flatarmál um 15,7 km2. Nokkrar eyrar finnast í firðinum. Dýpi í mynni fjarðarins er um 60 metrar en dýpi þaðan inn undir Langeyri er frá 30 til 50 metrar. Innan við Langeyri er örgrunnt en innst djúpur pollur frá 20 til 30 metrar á dýpt. Mjög hratt grynnkar upp að ströndum beggja vegna fjarðar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?