Makríll

Makríll (Scomber scombrus) er útbreiddur beggja vegna Norður-Atlantshafs. Á undanförnum árum hefur hann gengið bæði norðar og vestar en áður Evrópumegin í hafinu. Samfara því hefur útbreiðsla og magn makríls á Íslandsmiðum aukist verulega og er það talið tengjast hlýnun sjávar. Verðmæti makrílafla Íslendinga hefur jafnframt aukist og eru tekjurnar af þessum veiðum nú orðnar mikilvægur hluti af heildarverðmæti sjávaraflans.

Makríllinn er einn af fimm uppsjávarfiskistofnum sem veiddir eru af íslenskum fiskiskipum. 

Á Hafrannsóknastofnun eru unnar margvíslegar rannsóknir á makríl, meðal annars á útbreiðslu hans og stofnstærð.Makríll. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?