Merki

Hafrannsóknastofnun notar nokkrar gerðir af merkjum. Merkin eru annað hvort utanáliggjandi og eru þá við bakugga fiskanna, í kviðarholinu eða í haus fisksins. Fram til ársins 1994 voru eingöngu notuð einföld, hefðbundin merki úr plastefnum eða málmi með einkennisstöfum og raðnúmeri. Síðar hafa fiskar einnig verið merktir með rafeindamerkjum sem gefa upplýsingar um ferðir (dýpi) og umhverfi (t.d. hitasig) þeirra frá merkingu þar til þeir eru endurheimtir. Á hverju merki er raðnúmer sem er notað til að auðkenna fiskinn.

mynd af hrognkelsamerki Peterson diskamerki sem notuð eru til að merkja hrognkelsi. Merkin eru utanáliggjandi en þau eru fest á bakugga hrognkelsa.

 

mynd af slöngumerki

 

 

Slöngumerki með númerum, s.k. Spaghetti eða Floy merki. Merkin eru til í mismunandi litum. Þau eru fest í fiskinn neðan við bakugga og sjást utan á honum.

mynd af rafeindamerki

mynd af rafeindamerki, minna

Rafeindamerki sem komið er fyrir í kviðarholi fisksins. Um er að ræða tvenns konar merki, annars vegar DST merki (í sjávarfiskum) eða Pit-merki (í ferksvatnsfiskum).


Með sérstökum tækjabúnaði má lesa númer Pit-merkis án þess að fórna fiskinum. Hafrannsóknastofnun hefur lítið notað Pit-merki.

 

mynd af útvarpsmerki

Útvarpsmerki eru rafeindamerki sem eru eins og mælimerkin ýmist innvortis eða útvortis. Þau gefa frá sér útvarpsbylgjur sem hægt er að nema úr fjarlægð með sérhæfðum leitarbúnaði. Þannig er hægt að staðsetja hinn merkta fisk af nokkurri nákvæmni.

Merkin hafa til dæmis verið notuð til að fylgjast með hrygningargöngu laxa og fari gönguseiða.

 

mynd af örmerki

Örmerki er lítil málmflís sem skotið er í haus fisksins. Flísin er 1,1 mm að lengd og í hana er grafið númer, þ.m.t. landsnúmer fyrir Ísland (63). Fiskurinn er auðkenndur með því að veiðiuggi er klipptur af.

Fórna þarf fiskinum til að ná merkinu úr haus hans svo unnt sé að lesa það með smásjárbúnaði.

 

 

mynd af staðsetningu merkinga

 

 

Uppfært 27. janúar 2022.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?