Topp afræningjar í breytilegu vistkerfi

Ein af forsendum skilnings á áhrifum loftslagsbreytinga á vistkerfi hafsins og virkni fæðuvefsins er þekking á fæðuvistfræði topp afræningja, einkum tegunda sem geta haft mikil áhrif niður vistkerfið („top-down control“). Háhyrningar geta haft keðjuverkandi áhrif innan fæðuvefs, en áhrifin ráðast af sérhæfingu þeirra í fæðuvali. Sérhæfðir stofnar geta svo aftur á móti orðið fyrir áhrifum af fæðuframboði („bottom-up control“). Háhyrningar við Ísland eru taldir lifa að miklu leyti á síld, en þó ekki eingöngu. Breytileiki í ferðamynstri innan tegundarinnar bendir einnig til breytileika í fæðuvistfræði.

Verkefni þetta miðar að því að auka skilning á hlutverki háhyrninga í vistkerfi sjávar við Ísland með rannsóknum á sérhæfingu og hugsanlegum breytileika í fæðunámi, bæði milli einstaklinga og frá einum tíma til annars hjá sama einstaklingi. Með það að markmiði verða þættaðar saman atferlisrannsóknir frá sjó og landi og sýnataka af vefjum háhyrninga og fæðu þeirra.

Samband framboðs á fæðu og útbreiðslu háhyrninga verður kannað með athugunum á háhyrningum í síldarleiðöngrum. Þá verðatengsl milli háhyrninga við Ísland og á öðrum svæðum Norður Atlantshafs könnuð með greiningu ljósmynda. Heildstæð greining á þessum gögnum mun leiða til mats á hugsanlegum áhrifum umhverfisbreytinga á stofn háhyrninga við Ísland og hafa auk þess víðari skírskotun varðandi almennan skilning á fæðuvistfræðilegri sérhæfingu topp afræningja og þeim vistfræðilegu þáttum sem að baki liggja.

Síða uppfærð 23. júní 2021.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?