Bjarnarfjörður

staðsetning

Hnit - 65°46´09´´N 21°25´29´´W 
Flatarmál - ? km2
Meðaldýpi - < 30 m
Mesta dýpi - 30 m

Bjarnarfjörður er stuttur fjörður fyrir sunnan Reykjarfjörð/Veiðileysufjörð en norðan við Steingrímsfjörð. Hann er mjög grunnur innst og fjarar töluvert út úr honum. Mörg sker og boðar eru fram með landi bæði sunnan og norðan megin. Dýpi er mest miðfjarðar um 30 m og dýpkar út.

Dálítið undirlendi er upp af firðinum en um það fellur Bjarnarfjarðará sem er góð veiðiá. Sunnan til markast fjörðurinn af Bjarnarnesi en út af því er mikið skerjasvæði og má þar nefna Bjarnarfjarðarrif, Þorkelssker, Stóraboða og Tindabikkjugrunn.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?