Hafrannsóknastofnun leitar að nýdoktor í hafeðlisfræði í fullt starf á umhverfissvið Hafrannsóknastofnunar. Verkefnið felst í því að vinna úr langtímamælingum með straumlögnum og beinum haffræðilegum athugunum til þess að varpa ljósi á breytileika í umhverfisástandi sjávar og yfirflæðis í Grænlandssundi (Denmark Strait Overflow) sem er mikilvægur hluti veltihringrásarinnar í Atlantshafi (Atlantic Meridional Overturning Circulation, AMOC). Staðan er fjármögnuð til 20 mánaða en verða til skoðunar möguleikar á framlengingu á verkefnatímanum.
Umsækjandi mun starfa náið með sérfræðingateymi sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum á sviði hafeðlisfræði, auk þess að starfa náið með innlendum og alþjóðlegum samstarfsaðilum hjá Háskóla Íslands, Dönsku veðurststofunni (Danmarks Meteorologiske Institut) og Háskólanum í Hamborg (Universität Hamburg).
Starfið er einnig auglýst á vefsvæði Research Gate, POSTDOCTORAL FELLOW IN PHYSICAL OCEANOGRAPHY at Marine and Freshwater Research Institute in Hafnarfjörður, ICELAND
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Uppfæra og greina tímaraðir frá straummælingalögnum í Grænlandssundi.
-
Tengja niðurstöður við mælingar á ástandi sjávar, endurmetin gögn (reanalysis) og gögn frá loftslagslíkönum.
-
Þátttaka í rannsóknarleiðangri á Grænlandssundi.
-
Þátttaka í alþjóðlegum ráðstefnum.
-
Vinna í samstarfi við haffræðiteymi Hafrannsóknastofnunar og alþjóðlega samstarfsaðila.
-
Rannsóknarheimsókn til samstarfsaðila hjá Dönsku veðurstofunni.
-
Skrifa og birta vísindagrein um breytingar á umhverfisástandi sjávar og yfirflæðisins í Grænlandssundi.
-
Doktorsgráða í hafeðlisfræði eða skyldum greinum.
-
Reynsla og hæfni í forritun í Matlab og/eða Python.
-
Reynsla af greiningu á haffræðilegum gögnum, sem og líkanagögnum.
-
Fyrri birtingar í ritrýndum vísindatímaritum.
-
Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
-
Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar.
-
Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og hæfni til að vinna í teymi.
-
Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.
Umsókninni skal fylgja:
-
Ítarleg ferilskrá
-
Afrit af prófskírteinum (doktorspróf og/eða annað)
-
Kynningarbréf þar sem fram kemur bakgrunnur umsækjenda og ástæða þess að sótt er um starfið.
-
Nöfn tveggja meðmælenda ásamt samskiptaupplýsingum þeirra
Athugið:
-
Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina.
-
Hafrannsóknarstofnun áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
-
Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
-
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Við ráðningu í störf við Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisstefnu Hafrannsóknastofnunar.
Sótt er um í gegnum starfatorg einnig er hægt að senda umsóknir á mannaudur@hafogvatn.is
Um stofnunina
Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, heyrir undir Atvinnuvegaráðuneytið og er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna. Stofnunin gegnir auk þess ráðgjafahlutverki um sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Starfsemin felst einkum í fjölbreyttum rannsóknum og ráðgjafastarfi sem oft felur í sér innlent og alþjóðlegt samstarf við háskóla eða aðrar rannsóknastofnanir.. Stofnunin rekur auk höfuðstöðvar í Hafnarfirði starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð og tvö rannsóknaskip. Hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 200 manns í fjölbreyttum störfum.
Gildi Hafrannsóknastofnunar eru: Þekking - Samvinna - Þor
Umsóknarfrestur er til og með 13.02.2026
Nánari upplýsingar veitir