Arnar Pálsson erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ heldur málstofu í Hafrannsóknastofnun fimmtudaginnn 22. janúar sem ber heitið: Áhrif umhverfis og erfða á fjölbreytileika í bleikju. Málstofan er haldin að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og á Teams fundi, tengill er hér og er öllum opin.
Fiskar hafa margskonar fjölbreyttar sérhæfingar varðandi fæðuöflun, líklega knúnar áfram af vistfræðilegum aðstæðum sem leiða til breytinga á líkamsgerð og þroska. Til að rannsaka hvernig slíkar sérhæfingar í fæðuöflun verða til hjá fiskum er einblínt á fjölbreytileika í lögun beina og eiginleikum tanna hjá bleikju, sem sýnir áberandi breytileika á fæðuþrepi.
Með því að nota erfðablöndun (e. genetic crosses), eldistilraunir, stofnerfðafræði og rúmfræðilegar formmælingar (e. geometric morphometrics) er uppruni og viðhald þessa fjölbreytileika rannsakaður.
Málstofan verður haldin á ensku.