Mynd: J. Helgason

Upptaktur að veiðisumri

Hafrannsóknastofnun boðar til fundar um málefni ferskvatnsfiska fimmtudaginn 16. maí 2024 kl. 8.30, í aðdraganda komandi veiðisumars. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Gestum verður boðið að þiggja morgunverð fyrir fundinn.
Vatnalíf hefur orðið illa úti vegna vatnsþurrðarinnar, hafa þörungar, smádýr og fiskar drepist á öll…

Vatnsþurrð og fiskadauði í Grenlæk í Landbroti

Vatnsþurrð er nú í Grenlæk í Landbroti, einni af mestu sjóbirtingveiðiám landsins. Við vettvangsskoðun 2. maí sást að efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir, en þar eru mikilvægar hrygningar- og uppeldisstöðvar fyrir sjóbirting. Mikið sást af dauðum sjóbirtingum, flestir voru þeir yfir 50 cm langir og að líkindum fiskar sem hrygndu á sl. hausti.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson HF 200 á miðunum úti fyrir Snæfellsnesi. 
Mynd: Svanhildur Egilsdó…

Skýrsla um framkvæmd og helstu niðurstöður stofnmælinga botnfiska á Íslandsmiðum

Komin er út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 28. febrúar til 20. mars 2024. Niðurstöður eru bornar saman við fyrri ár en verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða vélstjóra

Hafrannsóknastofnun leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf vélstjóra á rannsóknaskip stofnunarinnar til starfa sem fyrst. Um er að ræða tímabundið starf til árs með möguleika á framlengingu.
Skýringarmynd: Hér sýnir bleika svæðið algenga leið hnúfubaks að búsvæðis frá vesturfæðusvæðinu (sam…

Fyrsta skráning um hreyfingar hnúfubaks milli Grænhöfðaeyja og Vestur-Grænlands

Hnúfubakur sem myndaður var við Grænhöfðaeyjar undan ströndum Afríku hefur nú í fyrsta sinni einnig verið myndaður á fæðusvæði vestur-Grænlands.
Í fyrirlestrinum verða niðurstöður rannsóknanna settar í samhengi við útbreiðslu makríls síðustu sum…

Má búast við makríl í sumar? Málstofa Hafrannsóknastofnunar 2. maí kl. 12.30.

Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar sem ber heitið: Má búast við makríl í sumar?  Í fyrirlestrinum verða niðurstöður rannsóknanna settar í samhengi við útbreiðslu makríls síðustu sumur og spá í spilin um hverju má búast við sumarið 2024.
Vopnaða kaupskipið HMS Rajputana sem var skotið niður 13. apríl 1941 á Íslandsmiðum og kom inn grein…

Mælingar hafsbotnsins varpa ljósi á skipsflakið HMS Rajputana

Kortlagning hafsbotnsins: Nýjar mælingar varpa ljósi á kunnuglegt skipsflak: Á 400 metra dýpi, um það bil 80 sjómílur vestur af Snæfellsnesi liggur skipskrokkur á hafsbotninum sem er 155 metra langur og 20 metra breiður. Staðsetning flaksins er á 64° 57'N, 27° 19'V og það sem er talið vera stefni skipsins rís 13 metra upp frá hafsbotninum og virðist snúa í vestur. Skipið liggur á ystu brún plógfars eftir ísaldarjökul sem er 330 metra breitt og 12 metra djúpt. Skutur skipsins virðist vera grafinn undir set og er skipið því líklega lengra en gögnin sýna. Umhverfis flakið má sjá hóla og hæðir sem gætu verið leifar af skipinu sjálfu.
Ólafur P. Steingrímsson stýrimaður í brúnni.

Kortlagning hafsbotnsins á fullu stími

Þrettándi fjölgeislaleiðangur Hafrannsóknastofnunar í átaksverkefninu Kortlagning hafsbotnsins. Þann 9. apríl sl. hófst þrettándi kortlagningaleiðangur Hafrannsóknastofnunar í átaksverkefninu Kortlagning hafsbotnsins. Á leið leiðangursfólks frá Vestmannaeyjum vestur fyrir Reykjaneshrygg, var hafsbotninn kortlagður á Reykjanesgrunni, Faxabanka og Jökuldjúpi. Þrátt fyrir norð-norðvestan hvassviðri og mikla brælu hefur tekist að safna ágætis dýpismælingum af hafsbotninum, um 5.996 km2 þegar þessi frétt er skrifuð.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ráðgjöf um veiðar á rækju við Snæfellsnes

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuafli á svæðinu við Snæfellsnes frá 1. maí 2024 til 15. mars 2025 verði ekki meiri en 375 tonn.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Lækkun á ráðlögðum grásleppuafla

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að veiðar á grásleppu fiskveiðiárið 2023/2024 verði ekki meiri en 4030 tonn. Er það um 9% lækkun milli ára. Ráðgjöfin byggir að mestu á stofnvísitölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2024 en einnig frá árinu á undan. Vísitölur þessara tveggja ára voru svipaðar og vel undir langtíma meðaltali og því lægri en mörg ár þar á undan.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?