Ungur drengur og aðstandandi velta fyrir sér fjölda rauðáta í krukku á Vísindavöku Rannís en ekki vi…

Ragnar Berg, Stirnir og Þorbjörg Tinna unnu í getraunaleik

Ragnar Berg 5 ára, Stirnir 7 ára og Þorbjörg Tinna 9 ára voru á meðal ríflega 200 þátttakenda í getraunaleik Hafrannsóknastofnunar á Vísindavöku sem haldin var í lok september sl. Getraunin gekk út á að skoða rauðátur í vatni og velta fyrir sér hve margar þær voru. Til samanburðar var hægt að skoða aðra krukku með 10 örsmáum rauðátum.
Eggert Benedikt Guðmundsson settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar

Eggert Benedikt Guðmundsson settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar

Eggert Benedikt Guðmundsson hefur tímabundið verið settur í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar en Þorsteinn Sigurðsson, fráfarandi  forstjóri stofnunarinnar hefur óskað eftir leyfi út sinn skipunartíma sem er til marsloka næsta árs.
Málstofa Hafrannsóknastofnunar um hita- og seltuhringrásina í Norður-Atlantshafi

Málstofa Hafrannsóknastofnunar um hita- og seltuhringrásina í Norður-Atlantshafi

Í málstofu Hafrannsóknastofnunar, sem haldin verður 9. október nk. kl. 10.30 fjallar Lars Henrik Smedsrud, prófessor við háskólann í Bergen um hita- og seltuhringrásina í Norður-Atlantshafi. Erindi hans heitir: Eru vísbendingar um að hita- og seltuhringrásin í Norður-Atlantshafi sé að veikjast?
Veiðiráðgjöf fyrir uppsjávarfiskistofna í NA-Atlantshafi

Veiðiráðgjöf fyrir uppsjávarfiskistofna í NA-Atlantshafi

Í dag, 30. september 2025, veittir Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2026 (ices.dk). Helstu niðurstöður eru tíundaðar hér.
Svifverur sjávar á Vísindavöku í Laugardalshöll

Svifverur sjávar á Vísindavöku í Laugardalshöll

Hafrannsóknastofnun tekur þátt í Vísindavöku sem verður haldin laugardaginn 27. sept. í Laugardalshöllinni frá 12:00 - 17:00. Framlag Hafrannsóknastofnunar að þessu sinni er að kynna svifverur sjávar með áherslu á plöntusvif og dýrasvif.
Karl M. Aspelund umhverfishagfræðingur

Málstofa Hafrannsóknastofnunar: Áhrif kvótakerfis á hagkvæmni og tekjudreifingu

Málstofa Hafrannsóknastofnunar verður haldin föstudaginn 26. september nk. kl. 12.30. Yfirskrift hennar er Áhrif kvótakerfis á hagkvæmni og tekjudreifingu en það er Karl M. Aspelund umhverfishagfræðingur og nýdoktor í Harvard University Center of the Environment sem flytur erindið.
Ráðgjöf um veiðar á brimbút (sæbjúga)

Ráðgjöf um veiðar á brimbút (sæbjúga)

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið, að afli sæbjúgna á átta veiðisvæðum við Ísland verði ekki meiri en 2168 tonn. Þetta er um 5 % minnkun frá ráðgjöf síðasta árs.
Fiskeldi í Berufirði

Drög að nýju áhættumati erfðablöndunar

Hafrannsóknastofnun hefur gert drög að nýju áhættumati erfðablöndunar. Í lögum um fiskeldi er gert ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun endurskoði áhættumat erfðablöndunar á þriggja ára fresti eða svo oft sem þurfa þykir.
Hlýrahrogn í hrjúfum hrammi starfsmanns tilraunaeldisstöðvarinnar að Stað í Grindavík. Skjáskot úr m…

Eldistilraunir á hlýra í Grindavík - myndband!

Frá hausti 2023 hefur villtum hlýra verið safnað við línu- og botnvörpuveiðar. Fisknum hefur verið haldið lifandi um borð í fiskiskipum og komið fyrir í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar að Stað í Grindavík. Söfnunin hefur haft tvíþætt markmið.
Frá Blöndu.

Frétt um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa

Sameiginleg frétt Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?