Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, Karl Gunnarsson líffræðingur og sérfræðingur í sjávarþörungum, var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum þann 1. janúar síðastliðinn. Orðuna fékk hann fyrir framlag sitt til rannsókna á botnþörungum, lífríki hafsins og vistkerfi strandsvæða.
Karl hóf störf á stofnuninni árið 1975. Hann lauk B.Sc. prófi við Háskóla Íslands árið 1974 og doktorsprófi í sjávarlíffræði við Parísarháskóla árið 1990. Karl hefur verið leiðandi vísindamaður í rannsóknum á botnþörungum og fjörulífi. Hann hefur skrifað yfir 60 ritrýndar vísindagreinar, en einnig bækur og ýmislegt fræðslu- og ítarefni um sjó og sjávarlíf fyrir almenning.
Hafrannsóknastofnun óskar Karli innilega til hamingju með viðurkenninguna!
Eins og sjá má á myndasyrpunni hér neðar hefur Karl komið víða við á Íslandi í sínum fræðistörfum og sinnt ólíkum verkefnum.

Karl að festa hitamæli í fjöru neðan við Orkuverið á Reykjanesi. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Karl við rannsóknir í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5, í Hafnarfirði. Ljósmynd: Anna Margrét.

Er tekin í einni af mörgum rannsóknaferðum Karls í Surtsey. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Karl fræðir starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um lífríkið í fjörunni við Gróttu haustið 2025. Mynd: Jónas Páll Jónasson.

Karl fylgist með þangslætti við Hörgsnes á Barðaströnd. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Karl kemur úr köfun við Tálkna í Tálknafirði 2008. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.