Þórunn Þórðardóttir á leið til landsins. Myndina tók Eva Björk Ægisdóttir.
Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar óskar landsmönnum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með hlýjum þökkum fyrir samskiptin á árinu sem senn er að ljúka.
Hér má sjá mynd af Þórunni Þórðardóttur HF-300, nýju rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, þegar hún sigldi stolt til heimahafnar í fyrsta sinn snemma að morgni þann 8. mars síðastliðinn. Skipið er nefnt eftir helsta svifþörungafræðingi landsins, sem vann allan sinn starfsaldur hjá Hafrannsóknastofnun og fyrirrennara stofnunarinnar sem hét Atvinnudeild Háskóla Íslands – fiskideild.
Hafrannsóknastofnun þakkar öllum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.