Carl Höjman til vinstri og Joan Fabres til hægri.
Hafrannsóknastofnun stendur fyrir opinni málstofu nk. fimmtudag kl. 12.30. Fyrirlesarar verða Joan Fabres og Carl Höjman og yfirskrift fyrirlesturs þeirra er: "Þekkingarsamantekt um áhrif friðlýstra hafsvæða á virkni vistkerfa". Málstofan er öllum opin, staðbundin í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 og á fjarfundi (Teams). Tengill á fjarfund er hér.
FJölmörg ríki heims hafa skuldbundið okkur til að innleiða Kunming–Montreal samkomulagið um líffræðilega fjölbreytni og þar með að vernda 30% svæða fyrir árið 2030. Þetta má líta á sem mikilvægan sigur fyrir náttúruna, en skuldbindingunni fylgja jafnframt ýmsar áskoranir. Til að verndin skili sem bestum árangri, bæði fyrir náttúruna og þá sem nýta hafið, er nauðsynlegt að skilja hvernig friðlýst hafsvæði og aðrar verndarráðstafanir virka í framkvæmd, og hvaða forsendur þurfa að vera til staðar til að ná árangursríkri vernd samhliða því að tekið sé tillit til annarra mikilvægra hagsmuna.
Hjá SALT vinnum við markvisst að þessum málum og í samstarfi við Norsku Hafrannsóknastofnunina höfum við, að beiðni Umhverfisstofnunar Noregs, unnið þekkingarsamantekt um áhrif friðlýstra hafsvæða á virkni vistkerfa. Í verkefninu er farið yfir fyrirliggjandi fræðirit um líffræðileg áhrif verndaraðgerða í hafinu og þau sett í samhengi við aðstæður í Norður-Evrópu. Byggt er bæði á alþjóðlegum yfirlitsrannsóknum og frumrannsóknum frá Norður-Atlantshafi, með það að markmiði að draga saman reynslu af mismunandi gerðum verndarsvæða. Að lokum er rýnt í bæði ritrýnd vísindarit og svokallað „grátt efni“ (grey literature) frá hafsvæðum við Noreg, til að fanga sem fjölbreyttastar niðurstöður frá þeim svæðum sem skipta okkur og nágrannaríki okkar mestu máli.
Joan Fabres er með doktorspróf í sjávarjarðfræði frá Háskólanum í Barcelona og leiðir svið hafstjórnunar hjá SALT. Þar ber hann ábyrgð á fjölbreyttu verkefnasafni sem tengist stjórnun strandsvæða í Noregi og nærliggjandi svæðum. Verkefnin ná meðal annars til fiskveiðistjórnunar, svæðisstjórnunar, skipulags strandsvæða og nú nýlega til stjórnunar friðlýstra hafsvæða. Joan hefur jafnframt bakgrunn sem rannsakandi í sjávarlífefnafræði og setfræði (sedimentology) og starfaði áður í mörg ár við sjávarrannsóknir og miðlun þekkingar áður en hann gekk til liðs við SALT.
Carl er með BA-gráðu í umhverfisfræði og meistaragráðu í sjálfbærri viðskiptastjórnun (Sustainable Business Leadership) frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hjá SALT leiðir Carl málaflokk um rusl í hafi. Hann er hluti af stjórnendateymi fyrirtækisins og starfar sem verkefnastjóri nokkrra af stærstu verkefnum SALT er varða rusl í hafi. Áður en hann hóf störf hjá SALT starfaði Carl sem sjálfbærniráðgjafi í Svíþjóð frá árinu 2010.