Ert þú sérfræðingur í áhrifum á súrnun sjávar?

Ert þú sérfræðingur í áhrifum á súrnun sjávar?

Hafrannsóknastofnun leitar að metnaðarfullum einstakling í tímabundna sérfræðistöðu til tveggja ára. Starfið felur í sér þátttöku í fjölbreyttum rannsóknum á áhrifum súrnunar sjávar og loftslagsbreytinga á lífríki hafsins og vistkerfi þess. Starfið felur einnig í sér aðkomu að vinnu við ráðgjöf og miðlun vísindalegra upplýsinga á aðgengilegan máta. Síðari hluta árs 2025 verður mótuð stefna í rannsóknum á súrnun sjávar og munu áherslur í starfinu taka mið af þeirri stefnu.

Frekari upplýsingar um starfið má finna í auglýsingu á ensku á vef ResearchGate hér

Helstu verkefni og ábyrgð

Leiða og taka þátt í fjölbreyttum rannsóknarverkefnum með það að markmiði að auka þekkingu á áhrifum loftslagsbreytinga og súrnunar sjávar. Greina göt í þekkingu og þróa ný verkefni, skrifa umsóknir til innlendra og alþjóðlegra styrktaraðila, þátttaka í alþjóðlegu og innlendu samstarfi, leiðbeina og/eða styðja við framhaldsnemendur, nýdoktora og aðra vísindamenn,  birting vísindalegra niðurstaðna í vísindatímaritum, skýrslum og kynningum og fleiri. 

Hæfniskröfur

Framhaldmenntun í vistfræði, haffræði eða skyldum greinum, doktorspróf kostur. Leiðtogahæfileikar og færni til að starfa í fjölbreyttu teymi sem og sjálfstætt, reynsla af rannsóknum á umhverfisáhrifum súrnunar sjávar og almennum áhrifum loftslagsbreytinga, reynsla af birtingu greina í ritrýndum vísindatímaritum og reynsla af gerð umsókna í samkeppnissjóði.

Nánari upplýsingar og hagnýt atriði fyrir umsækjendur má finna í starfsauglýsingu á Starfatorgi, hér. 

Sótt er um starfið á Starfatorgi.  þess eru starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð og tvö rannsóknaskip. Hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 190 manns í fjölbreyttum störfum.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?