Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar vinnur nú hörðum höndum að hrefnumerkingum í Eyjafirði. Merkingarnar eru hluti af MinTag verkefninu sem er á vegum NAMMCO (the North Atlantic Marine Mammal Commission).
Markmið verkefnisins er að hanna öflugri og minni gervihnattarmerki en áður, sem henta betur fyrir hraðsyndum hvalategundum eins og hrefnu, langreyðum og grindhval. Á myndinni má sjá Söndru Magdalenu Granquist, verkefnistjóri MinTag fyrir Íslands hönd ásamt Sverri Daníel Halldórsyni við hrefnumerkingar í Eyjafirði, en þau eru bæði starfsfólk Hafrannsóknastofnunar.
Hér má lesa meira um MinTag verkefnið.