Breytingar á útbreiðslu krabba í grjót- og klapparfjörum á Vesturlandi
Niðurstöður rannsóknar sýna hvernig útbreiðsla fjörukrabba breytist í kjölfar hlýnunar og innflutnings framandi tegunda. Það eru einkum þrjár tegundir krabba, trjónukrabbi (Hyas araneus), bogkrabbi (Carcinus maenas) og grjótkrabbi (Cancer irroratus) sem finnast í fjörum við Vesturland. Krabbarnir eru talsvert á hreyfingu á flóði, en hafa hægt um sig þegar lágsjávað er og liggja þá gjarnan í skjóli undir þangi.
08. mars