Fréttir & tilkynningar

Ragnhildur Guðmundsdóttir

Málstofa fimmtudaginn 24. mars, kl 12:30

Ragnhildur Guðmundsdóttir, sérfræðingur á Náttúruminjasafni Íslands flytur erindið: Grunnvatnsmarflóin Crangonyx islandicus og búsvæði hennar/Crangonyx islandicus and the subsurface habitat
Ráðgjöf um rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 í kjölfar febrúarkönnunar

Ráðgjöf um rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 í kjölfar febrúarkönnunar

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar í Ísafjarðardjúpi fiskveiðiárið 2021/2022
Landselur. Ljósm. Sandra M. Granquist.

Ný grein um skyldleika landselastofna

Greinin ber heitið „Origin and expansion of the world’s most widespread pinniped: Range-wide population genomics of the harbour seal (Phoca vitulina)“.
Guðjón að merkja humar. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Doktor Guðjón Már Sigurðsson

Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðingur á Uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar varði á dögunum doktorsritgerð sína “Patterns and processes of recently settled and juvenile American lobster (Homarus americanus) in the lower Bay of Fundy” frá líffræðideild University of New Brunswick í Fredericton, Kanada.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Afkoma Hafrannsóknastofnunar á árinu 2021, jákvæð um 84,4 miljónir króna.

Afkoma Hafrannsóknastofnunar er jákvæð um 84,4 miljónir króna á árinu 2021, samkvæmt drögum að ársreikningi.
Endurútgefið burðarþolsmat og áhættumati erfðablöndunar

Endurútgefið burðarþolsmat og áhættumati erfðablöndunar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (nú matvælaráðuneytið) í samvinnu við Hafrannsóknastofnun kynnti tillögu að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfismatsskýrslu í samráðsgátt, 25. október 2021 og á heimasíðu Skipulagsstofnunar, 27. október 2021. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar var til og með 8. desember 2021.
Mynd 1. Myndir af 10 hnúfubökum sem sáust við Grænhöfðaeyjar snemma árs 2022. Athugið að þessar mynd…

Íslenskir hnúfubakar hefja árið 2022 með miklum ferðalögum

Hnúfubakur er sú hvalategund sem jafnan vekur mestu athygli meðal almennings einkum sökum atferli síns. Þrátt fyrir það er margt sem við vitum ekki um atferli þeirra. Þeir ferðast langar vegalengdir ár hvert, frá heitum sjó í Karabíska hafinu eða vesturströnd Afríku þar sem kálfar þeirra fæðast, norður á fæðuslóðir t.d. við Ísland, Grænland, Noreg, og Kanada.
Árni Friðriksson í marsralli. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Marsrallið hafið

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum hófst í gær og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fjögur skip taka þátt í verkefninu; togararnir Breki VE og Gullver NS og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Togað verður á tæplega 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið.
Lokaráðgjöf um veiðar á loðnu 869 600 tonn

Lokaráðgjöf um veiðar á loðnu 869 600 tonn

Ráðgjöfin byggir á samteknum niðurstöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri (1834 þús. tonn) og leiðöngrum sem fóru fram frá 19. janúar til 14. febrúar
Frá vinstri: Guðmundur Þórðarson, Finnur Árnason, Þorsteinn Sigurðsson og María Maack. 
Ljósm. Svan…

Samstarfssamningur undirritaður

Þann 4. febrúar síðastliðinn rituðu f.h. Þörungamiðstöðvar Íslands Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitastjóri Reykhólahrepps og Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf. annars vegar, og Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatns hins vegar undir viljayfirlýsingu um samstarf í rannsóknum og vöktun þörunga í vistkerfi Breiðafjarðar.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?