Ráðgjöf um veiðar á langreyðum
Að gefnu tilefni og í ljósi umræðunar undanfarið vill Hafrannsóknastofnun árétta eftirfarandi atriði varðandi ráðgjöf hennar um veiðar á langreyðum. Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggir á úttektum vísindanefnda bæði Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Markmið ráðgjafarinnar er að tryggja hámarksafrakstur hvalastofnanna á sama tíma og gæta skal varúðarsjónarmiða þannig að hverfandi líkur séu á ofveiði.
27. júní