Leiðangur um haffræði Austur-Grænlandsstraums

Um borð í Þórunni Þórðardóttur í norðurhöfum. Um borð í Þórunni Þórðardóttur í norðurhöfum.

Nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar Þórunn Þórðardóttir HF300 er sem stendur í útleigu fyrir alþjóðlegt rannsóknaverkefni um haffræði og strauma í Austur-Grænlandsstraumnum. Verkefnið East Greenland NOrdic seas Gateway (EGNOG) er stutt af US National Science Foundation, en rannsóknastjórar eru Nicholas Foukal (Skidaway Institute of Oceanography), Daniel Torres (Woods Hole Oceanographic Institution) og Thomas Haine (Johns Hopkins University), í samvinnu við Kjetil Våge (Universitetet i Bergen), Manuel Colombo (Virginia Institute of Marine Sciences) og Andreas Macrander (Hafrannsóknastofnun). Alls eru 15 rannsóknamenn um borð á Þórunni Þórðardóttur, ásamt blaðamanni og ljósmyndara frá New York Times.

Mælingar nýtast til að kanna áhrif ferskvatns á veltihringrásina

Markmið verkefnisins er að mæla hafstrauma og seltu í Austur-Grænlandsstraumnum með straumlögnum á 71°N í heilt ár. Straumurinn meðfram Grænlandsströndina flytur ferskvatn frá bæði Grænlandsjökli og úr Norðurhöfum sunnar í Atlantshafið, en með auknu ferskvatni á yfirborði eykst lagskipting sjávar sem gæti hægt eða stöðvað veltihringrásin í Norður-Atlantshafinu (Atlantic Meridional Overturning Circulation, AMOC). Ekki hafa verið gerðar samfelldar mælingar á ferskvatnsflæðinu og breytileika Austur-Grænlandsstraumsins yfir heils árs tímabil á þessun slóðum áður, en gögnin úr verkefninu munu nýtast í athugun á áhrif ferskvatnsins á veltihringrásina.

Í leiðangrinum á Þórunni Þórðardóttur eru teknar mælingar á ástandi sjávar með sondu á tugum mælistöðva þvert yfir Austur-Grænlandsstraum við 71°N og í Scoresbysund, auk söfnum sjósýna fyrir greiningu á snefilmálmum sem gefa vísbendingur á uppruna ferskvatnsins hverju sinni. Straumsjár á rannsóknaskipinu og á sondunni nýtast fyrir mælingar á straumhraða og stefnu í allt að 1600 m dýpi. Auk þess hafa verið settar út straumlagnir á hafsbotninn á mælisniðinu við 71°N sem munu mæla hita, seltu og strauma í eitt ár.

Gert er ráð fyrir upptöku og gagnaaflestri úr straumlögnunum árið 2026 á norskum rannsóknaleiðangri á svæðinu.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?