Fréttir & tilkynningar

Við leitum að sérfræðingum í líkanagerð

Við leitum að sérfræðingum í líkanagerð

Hafrannsóknastofnun leitar að tveimur öflugum sérfræðingum til að sinna þróun og viðhaldi á haffræðilíkönum stofnunarinnar og til þess að taka þátt í þverfaglegu starfi sem miðar að því að auka þekkingu á umhverfi og vistkerfum sjávar.
Loðnuskip á veiðum.

Breytt atferli loðnu vegna loftslagsbreytinga

Vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun, í samstarfi við Tækniháskólann í Danmörku, birtu nýlega grein í Fisheries Oceanography þar sem breytingar á útbreiðslu loðnu í kjölfar loftlagsbreytinga var rannsökuð. Í greininni kemur fram að miklar breytingar hafi orðið á dreifingu og farleiðum loðnu.
Haraldur R. Ingvarsson náttúrufræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur rannsakað vistkerfi Tjarnarinn…

Tjörnin í landnámsfasa eftir ördeyðu fyrri ára

Ný skýrsla sem kom út á dögunum á vegum Hafrannsóknastofnunar sýnir að hin síðari ár hafa ekki miklar breytingar á lífríki Tjarnarinnar en sé horft á stöðuna frá árinu 2007 hefur orðið gjörbreyting.
Aldrei mælst jafnmikið af sandsíli - myndband

Aldrei mælst jafnmikið af sandsíli - myndband

Þann 30. ágúst sl. lauk leiðangri á Bjarna Sæmundsyni þar sem rannsakað var ástand sjávars, sæbjúgna og sandsílis. Í ár mældist mesti þéttleiki sandsíla frá upphafi. Í leiðangrinum voru tekinn sýni með sandsílaplóg á þremur svæðum, Faxaflóa, Vestmannaeyjar að Vík í Mýrdal og Ingólfshöfða.
Makríll. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

42% minna mældist af makríl

Niðurstöður liggja fyrir frá sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 28. júní til 2. ágúst 2024.
Viðamikið yfirlitsrit um íslensk skeldýr

Viðamikið yfirlitsrit um íslensk skeldýr

Út er komið viðamesta yfirlitsrit íslenskra lindýra síðan á síðustu öld. Ritið heitir Skýrsla Hafrannsóknastofnunar um söfnun lindýra í íslenskri lögsögu á tíu ára tímabili.
Sum Yi Lai doktorsefni í líffræði

Doktorsvörn um Breytileika í fæðuvef Atlantshafslax í tíma og rúmi

Sum Yi Lai ver doktorsverkefni sitt í líffræði 30. ágúst nk. frá kl. 13.00 til 15.00 í hátíðasal Háskóla Íslands. Heiti ritgerðar hennar er Breytileiki í fæðuvef Atlantshafslax í tíma og rúmi og hefur hún unnið að doktorsverkefni sínu í nánu samstarfi við starfsmenn Hafrannsóknastofnunar frá 2020.
Útbreiðsla svartserks

Útbreiðsla svartserks

Svartserkur er ný framandi tegund í fjörum hér við land. Svartserkur er sæsnigill sem ber fræðiheitið Melanochlamys diomedea. Áður hafði hann einungis fundist í Kyrrahafi og eini fundarstaðurinn utan þess er á Íslandi.
Sérfræðingur óskast á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Sérfræðingur óskast á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir sérfræðingi til þess að starfa við fjölbreytt verkefni tengdum umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Starfið felur í sér rannsóknir og vöktun á umhverfi og lífríki fjarða ásamt úrvinnslu gagna, túlkun þeirra og miðlun. Starfsstöð getur verið í Hafnarfirði, á Ísafirði eða á Neskaupsstað.
Stofnmat á útsel við Ísland

Stofnmat á útsel við Ísland

Niðurstöður talninga á útsel við Ísland haustið 2022 liggja nú fyrir. Stærð íslenska útselsstofnsins hefur verið metin reglulega frá 1982 með talningum á kópum að hausti. Út frá þessari kópatalningu er stofnstærð útsels árið 2022 metin 6697 dýr (95% öryggismörk = 5576-7841). Það þýðir um 27% fækkun í stofninum frá fyrstu talningu sem fór fram árið 1982, en jafnframt um 6,8% fjölgun frá árinu 2017 þegar talning fór síðast fram.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?