Fréttir & tilkynningar

Við leitum að sérfræðingi á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Við leitum að sérfræðingi á sviði umhverfisáhrifa sjókvíaeldis

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir sérfræðingi til þess að starfa við fjölbreytt verkefni tengdum umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Starfið felur í sér rannsóknir og vöktun á umhverfi og lífríki fjarða ásamt úrvinnslu gagna, túlkun þeirra og miðlun. Starfsstöð getur verið í Hafnarfirði, á Ísafirði eða Neskaupsstað.
Leiðangur í kortlagningu búsvæða nýlokið

Leiðangur í kortlagningu búsvæða nýlokið

Vísindafólk á vegum Hafrannsóknastofnunar hefur nú nýlokið leiðangri í kortlagningu búsvæða. Markmiðið var að kortleggja samfélög og búsvæði botndýra á landgrunnsbrúninni suður og austur af Íslandi.
Laxateljari í Laugardalsá sem greinir eldisfiska

Laxateljari í Laugardalsá sem greinir eldisfiska

Í liðinni viku unnu sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar við að koma fyrir laxateljara í fiskveginn við Einarsfoss í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp. Teljarinn er búinn myndavél sem tekur myndir af fiskum sem ganga í ána.
Hið þýska rannsóknaskip og ísbrjótur RV Polarstern sem er í eigu Alfred Wegener stofnunarinnar. Þett…

Áhrif loftslagsbreytinga á sjávarvistkerfum norðurskautsins

Næstu mánuði mun Alfred Wegener stofnuninn standa fyrir leiðangri til norðurskautsins (upp að 80. breiddargráðu) á hinu sögufræga skipi og ísbrjóti og ísbrjóti RV Polarstern.Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, Áki Jarl Láruson stofnerfðafræðingur, verður um borð til að vinna að verkefninu "Áhrif loftslagsbreytinga á sjávarvistkerfum norðurskautsins" (e. Impact of climate change on Arctic marine ecosystems).
Eins og sjá má á Mælaborði hvalatalninga eru andarnefjur, búrhvalir og langreyðar þær  hvalategundir…

Hvalatalningasmáforrit Hafrannsóknastofnunar tekið í notkun

Hvalatalningasmáforrit Hafrannsóknastofnunar er komið í gagnið eftir mikla þróunar- og undirbúningsvinnu þróunarteymis stofnunarinnar. Frumútgáfa forritsins er núna í prufukeyrslu á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF 200 og hefur reynst vel, en fram að þessu hefur verið notast við blöð, blýant og upptökutæki til að skrá talda hvali.
Hér má sjá talningarsvæðin. Fyrsti leggurinn á Árna Friðrikssyni er á svæði IR en þessi leggur er sa…

Hvalatalningar sumarsins hafnar

Nú í byrjun sumar hófust viðfangsmiklar hvalatalningar við landið, þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson lagði í hann frá Hafnarfirði. Þessar talningar eru hluti af svokölluðum NASS talningum (North Atlantic Sighting Survey), en þær hafa verið framkvæmdar reglulega síðan 1987, og eru talningar sumarsins þær sjöundu í seríunni. Auk Íslands taka Noregur, Færeyjar, og Grænland þátt í talningunni, en auk þess eru Kanada og Skotland með álíka talningar á sama tíma.
Hitastig sjávar á heimsvísu hefur aldrei mælst hærra

Hitastig sjávar á heimsvísu hefur aldrei mælst hærra

Ný skýrsla um ástand sjávar var kynnt í síðustu viku en hún var gefin út á vegum Alþjóðahaffræðinefndar UNESCO (IOC) með stuðningi íslenskra stjórnvalda. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að hitastig sjávar á heimsvísu hefur aldrei mælst hærra en á síðasta ári og hefur hraði hækkunar sjávarborðs og hlýnunar tvöfaldast síðustu tvo áratugi.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ástand helstu nytjastofna sjávar og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár

Hafrannsóknastofnun kynnti í dag, föstudagin 7. júní, úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna er lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar.
Leó Alexander Guðmundsson líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun fjallar hér um strokulaxa úr kvíaeldi…

Upptökur af fundi um málefni ferskvatnsfiska eru tiltækar

Í tilefni þess að nýtt veiðitímabil væri að hefjast boðaði Hafrannsóknastofnun til morgunfundar 16. maí undir yfirskriftinni „Upptaktur að veiðisumri“. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði en var einnig streymt.
Skjáskot: https://english.hi.is/news/
developed_a_three_dimensional_ocean_model

Ert þú sérfræðingur í líkanagerð?

Hafrannsóknastofnun leitar að öflugum sérfræðing í líkanagerð til að sinna þróun og viðhaldi á haffræðilíkönum stofnunarinnar og til þess að taka þátt í þverfaglegu starfi sem miðar að því að auka þekkingu á umhverfi og vistkerfum sjávar. Starfið felur einkum í sér þróun og viðhald haffræðilíkansins ROMS (Regional Oceanographic Modeling System) sem krefst þekkingar á forritunarmálinu Python en einnig er kostur að þekkja til Fortran.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?