Fréttir & tilkynningar

Skýrsla um niðurstöður stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum

Skýrsla um niðurstöður stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum

Komin er út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 27. febrúar til 23. mars 2025.
Ráðstefna um bergmálstækni við rannsóknir

Ráðstefna um bergmálstækni við rannsóknir

Í morgun hófst árleg ráðstefna vinnunefndar Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES) sem fjallar um notkun bergmálstækni við fisk- og sjávarrannsóknir (ICES WGFAST, Working Group on Fisheries Science and Technology, sjá vef nefndarinnar) og stendur hún til 11. apríl.
Frábær þátttaka í upphafsfundi ICEWATER verkefnisins

Frábær þátttaka í upphafsfundi ICEWATER verkefnisins

Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn í lok mars húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Mynd: Shutterstock

32% lækkun á ráðlögðum grásleppuafla

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að veiðar á grásleppu fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 2760 tonn. Er það um 32% lækkun milli ára.
Loðna í eldiskeri í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík.

Málstofa 27. mars: Loðna í eldi: vöxtur, lifun og þroski loðnu alinnar á mismunandi hitastigum.

Fimmtudaginn 27. mars kl. 12.30 verður haldin málstofa á vegum Hafrannsóknastofnunar sem ber yfirheitið Loðna í eldi: vöxtur, lifun og þroski loðnu alinnar á mismunandi hitastigum. Einar Pétur Jónsson doktorsnemi á Hafrannsóknastofnun flytur erindið.
Sumarstarfsmaður á svið Mannauðs og miðlunar

Sumarstarfsmaður á svið Mannauðs og miðlunar

Hafrannsóknastofnun leitar eftir metnaðarfullum sumarstarfsmanni á svið Mannauðs og miðlunar.
Púpuhamir fljótandi á vatnsyfirborði

10 nýjar tegundir greindar af 20 sérfræðingum á 4 dögum

Hafrannsóknastofnun stóð nýlega fyrir námskeiði í söfnun og greiningu á púpuhömum rykmýs, sem safnað hefur verið úr ám og vötnum víða á landinu. Fyrir rúmri viku var vitað til þess að um 90 tegundir rykmýs væru þekktar hér á landi. Í síðastliðinni viku bættust við 10 áður óþekktar tegundir.
Rannsóknafólk Hafrannsóknastofnunar um borð í Þórunni Þórðardóttur en alls tóku   32 rannsóknamenn o…

Fyrsta leiðangri Þórunnar Þórðardóttur lokið

Þórunn Þórðardóttir HF 300, nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, kom til hafnar í Hafnarfirði í gær eftir það lauk sínum fyrsta leiðangri. Þórunn var hluti af verkefninu Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum.
Okkur vantar vélstjóra!

Okkur vantar vélstjóra!

Hafrannsóknastofnun auglýsir starf vélstjóra laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf og hentar vel þeim sem hafa metnað, eru lausnamiðuð og njóta þess að takast á við fjölbreytt verkefni í lifandi starfsumhverfi á glæsilegum rannsóknarskipum stofnunarinnar.
Nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar Þórunn Þórðardóttir HF 300

Þórunn Þórðardóttir boðin velkomin!

Nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar Þórunn Þórðardóttir HF 300 var boðin velkomin heim í Hafnarfjörð með formlegum hætti miðvikudaginn 12. mars sl. Atvinnuvegaráðherra afhenti nýtt skipið stofnunarinnar og tók forstjóri tók við við því.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?