Fréttir & tilkynningar

Málstofa 21. mars: Hvernig bregst þorskurinn og aðrir nytjafiskar við fyrir framan botnvörpu?

Málstofa 21. mars: Hvernig bregst þorskurinn og aðrir nytjafiskar við fyrir framan botnvörpu?

Í þessari málstofu verður fyrst fjallað stuttlega um þekkingarsvið okkar á áhrifum botnvörpu á lífverur sem lifa ýmist ofan í, ofan á eða við botn á fiskislóð. Hvað er hægt að gera til lágmarka möguleg neikvæð áhrif. En aðal umfjöllunarefnið verður að skýra út niðurstöður frá rannsóknum sem voru gerðar á hegðun nytjafiska fyrir framan botnvörpu.
Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna…

Samstarfssamningur milli Hafrannsóknastofnunar og Náttúruminjasafns Íslands

Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna, og Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands innsigluðu nýlega samkomulag um samstarf stofnananna. Markmið samkomulagsins er að stuðla að samstarfi fræðimanna og nemenda á vegum stofnananna um rannsóknir og miðlun á fræðasviðum sínum.
Kristín og Svandís kvarna ýsu í togararalli á Breka.
Mynd: Valur Bogason.

Inn með trollið, inn! (myndir)

Það hefur verið líf og fjör um borð í Breka VE 61 í togararalli Hafrannsóknarstofnunar síðastliðnar vikur en svo er árlegur leiðangur stofnunarinnar alla jafna kallaður hvers tilgangur er að stofnmæla botnfisk á Íslandsmiðum. Fjögur skip þátt í verkefninu; togararnir Breki VE og Gullver NS, og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson.
Tveir landselir vinstra megin á myndinni og útselur hægra megin. 
Mynd: Eric de Santos

Tveir landselir og einn útselur á skeri

Þrír selir, tveir landselir og einn útselur lágu makindalega nýlega á kletti við Illungastaði sem er vinsæll selaskoðunarstaður í Húnaþingi vestra.
Trjónukrabbi, bogkrabbi og grjótkrabbi.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Breytingar á útbreiðslu krabba í grjót- og klapparfjörum á Vesturlandi

Niðurstöður rannsóknar sýna hvernig útbreiðsla fjörukrabba breytist í kjölfar hlýnunar og innflutnings framandi tegunda. Það eru einkum þrjár tegundir krabba, trjónukrabbi (Hyas araneus), bogkrabbi (Carcinus maenas) og grjótkrabbi (Cancer irroratus) sem finnast í fjörum við Vesturland. Krabbarnir eru talsvert á hreyfingu á flóði, en hafa hægt um sig þegar lágsjávað er og liggja þá gjarnan í skjóli undir þangi.
Við leitum að sérfræðingi í loftgæðateymi

Við leitum að sérfræðingi í loftgæðateymi

Hafrannsóknastofnunin auglýsir eftir sérfræðingi í loftgæðateymi Efnagreiningadeildar. Sérfræðingurinn mun sinna kvörðun og grunnviðhaldi mælitækja á loftgæðamælistöðvum. Einnig mun hann undirbúa og framkvæma útblástur- og loftgæðamælingar fyrir stóriðju, verksmiðjur og aðra starfsemi. Starfið er fjölbreytt, bíður upp á sveigjanlegan vinnutíma og breytilegt starfsumhverfi.
Ásgeir Gunnarsson sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun og einn helsti hlýrafræðingur landsins er glaðb…

Hlegið með hlýra

Gleðin leynir sér ekki í svip Ásgeirs Gunnarssonar sérfræðings Hafrannsóknastofnunar yfir léttu spjalli við hlýra í árlegri stofnmælingu botnfiska á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Þessi árlega sjóferð er þekkt er sem vor- eða marsrall meðal starfsfólks Hafrannsóknastofnunar og útgerðar.
Síld. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Góðar fréttir af norsk-íslenskri síld í Barentshafi

Útlit er fyrir að þrír sterkir árgangar af norsk-íslenska síldarstofninum séu að alast upp í Barentshafi um þessar mundir. Þetta eru niðurstöður árlegs vistkerfisleiðangurs í Barentshafi sem er samvinnuverkefni Norðmanna og Rússa, og greint er frá m.a. á vef norsku Hafrannsóknastofnunarinnar, sjá nánar hér. Leiðangurinn var farinn á tímabilinu 10. ágúst til 7. október 2023 með þátttöku fjögra rannsóknaskipa.
Við erum á höttunum eftir háskólanemum!

Við erum á höttunum eftir háskólanemum!

Hafrannsóknarstofnun leitar eftir framúrskarandi háskólanemum, úr líffræði, efnafræði, eðlisfræði, tölvunarfræði eða tengdum greinum, til starfa í sumar. Starfstímabil háskólanema er um 3 mánuðir eða samkvæmt frekara samkomulagi.
Humarholur myndaðar suðaustur af Vestmannaeyjum í leiðangri á Bjarna Sæmundssyni í júní 2023. Arnþór…

Ráðlegging um engar humarveiðar 2024 og ´25

Nokkur óvissa er því um hvort aukning í fjölda humarhola, sé til kominn vegna nýliðunar, en talið er að humarholur séu greinanlegar frá því að dýrin eru um 17 mm á skjaldarlengd, sem samsvarar um þriggja ára humri. Til að minnka álag á humarslóð ráðleggur Hafrannsóknastofnun að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?