Síðustu erfðasýnatökur ársins úr laxseiðum

Síðustu erfðasýnatökur ársins úr laxseiðum

Síðustu erfðasýnatökur ársins úr laxseiðum hafa verið í gangi sl daga og vikur á vegum Hafrannsóknastofnunar. Verið er að safna eins árs seiðum til að skoða umfang erfðablöndunar í kjölfar stroksins í Kvígindisdal í Patreksfirði 2023 og til að skoða hlutfall mögulega arfblendinga á milli villts og eldis lax. 

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður vegna frosts hefur sýnistaka gengið vel. Myndir og myndskeið eru af rafveiði við Flekkudalsá á Fellsströnd og Tunguá (Galtardalsá) í Dölum.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?