Fréttir & tilkynningar

Mynd: Shutterstock

Ráðgjöf Hafrannsóknastofunar fyrir komandi fiskveiðiár

Hafrannsóknastofnun kynnir úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár föstudaginn 6. júní 2025 kl. 9.00. Kynningin fer fram í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5, Hafnarfirði en verður einnig streymt á Teams.
Efsta röð f.v.: Ben Kiddue (Kenía), Augusto Magalhaes (Angola), Henry Allieu (Síerra Leóne), Ivan Ka…

Sérfræðingar útskrifast frá Sjávarútvegsskóla GRÓ

Nýlega útskrifuðust 23 sérfræðingar frá Sjávarútvegsskóla GRÓ. Hópurinn hefur dvalið á Íslandi við nám síðustu sex mánuði í boði íslenskra stjórnvalda sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.
Stöðvarkóngur (Buccinum superangulare).

Verður ráðgátan um stöðvarkóng leyst með erfðafræði?

Næstkomandi mánudag, þann 26. maí verður haldin síðasta málstofa vorannar 2025 þegar Áki Jarl Lárusson flytur erindið: Stöðvarkóngur (Buccinum superangulare) - ráðgátan leyst með erfðafræði?
100 ára afmæli Þórunnar Þórðardóttur í dag!

100 ára afmæli Þórunnar Þórðardóttur í dag!

Í dag fögnuðu rannsóknarmenn og áhöfn um borð í nýju rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, Þórunni Þórðardóttur, í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Þórunnar heitinnar Þórðardóttur, sem skipið ber nafn sitt af.
Skjáskot úr kynningarmyndbandi Ross Edgley um sundferðina miklu kringum Ísland.

Vísindasundferðin mikla kringum Ísland!

Ross Edgley ætlar að synda 1.000 mílur á 100 dögum, í allt að 100 feta öldum og stundum samhliða háhyrningum. Hann tekur þátt í verkefninu Historic Open Water Challenge og er í samstarfi við Hafrannsóknastofnun, Matís og Háskóla Ísland m.a. til að stuðla að aukinni þátttöku almennings í vísindastarfi.
Upptaktur að veiðisumrinu 2025

Upptaktur að veiðisumrinu 2025

Hafrannsóknastofnun boðar til fundar um málefni ferskvatnsfiska fimmtudaginn 22. maí 2025, í aðdraganda komandi veiðisumars. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði en verður einnig í fjarfundi (Teams).
Má bjóða þér þörunga-kombucha?

Má bjóða þér þörunga-kombucha?

Í grein sem birtist nýlega í tímaritinu International Journal of Gastronomy and Food Science, og ber heitir „þörunga-kombucha: Athugun á nýsköpun úr íslenskum sjávarauðlindum“ kemur fram að kombucha-framleiðsla hefur þróast í arðbæran iðnað víðsvegar í veröldinni.
Mynd: Havforskingsinstituttet (norska hafrannsóknastofnunin)

Norsk íslenska síldin gleymdi gömlu hrygningarstöðvunum

Í ár hundruð hefur norsk-íslenska vorgotssíldin, stærsti síldarstofn heims, hrygnt við Møre í Noregi. En árið 2021 breyttist þetta skyndilega, hrygningin færðist norður til Lofoten, nær vetrardvalasvæðum stofnsins. Þar hefur hrygning haldist síðan.
Málstofa 7. maí: Kolefnisbinding þaraskóga í hlýnandi heimi.

Málstofa 7. maí: Kolefnisbinding þaraskóga í hlýnandi heimi.

Miðvikudaginn 7. maí verður haldinn málstofa á vegum Hafrannsóknastofnunar sem ber heitið Kolefnisbinding þaraskóga í hlýnandi heimi.
Vel heppnuð hafrannsóknakynning í Áslandsskóla

Vel heppnuð hafrannsóknakynning í Áslandsskóla

Unnar Þór Gylfason, yfirvélstjóri og Ásgeir Gunnarsson fiskifræðingur héldu nýlega kynningu fyrir nemendur í Áslandsskólaþ
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?