Skarkolakríli (Pleuronectes platessa).
Skarkoli (Pleuronectes platessa) er mikilvægur nytjafiskur á Íslandi en þó er lítið sem ekkert vitað um fæðuval hans fyrsta sumarið, eftir að hann sest á botn ofarlega í skjólsælum fjörum í lok maí og byrjun júní. Árið 1999 var skarkolaseiðum (1. mynd) safnað og fæða þeirra greind úr tveimur fjörum, Helguvík á Álftanesi og á Löngufjörum á Mýrum og má afraksturinn finna í nýútkominni skýrslu, sjá hér.

- Mynd. Ungviði skarkola til vinstri og sandkola til hægri.
Fæðusamsetning kolana breyttist þegar leið á sumarið og eftir stærð seiðanna. Burstaormar (2. Mynd) voru algengasti fæðuhópurinn allt sýnatökutímabilið, en botnlægar krabbaflær voru ríkjandi í júlí.
Miklar umhverfisbreytingar hafa átt sér stað á strandsvæðum kringum Ísland á undanförunum árum. Hækkun sjávarhita hefur orsakað miklar breytingar á lífríki grunnsævis og nýjar, framandi og hugsanlega ágengar tegundir hafa náð fótfestu. Ungviði flundru er t.d. víða orðið algengt í fjörum og sandrækja hefur náð miklum þéttleika. Mikilvægt er að eiga góð gögn um afkoma og fæðu skarkola áður breytingarnar áttu sér stað og ákallandi er að skoða stöðuna í dag.

2. mynd. Burstaormurinn nikkubendill (Chaetozone setosa) sem var mikilvæg
fæðutegund skarkolaseiða á Löngufjörum. Mynd: Laure de Montety.