Hrönn Egilsdóttir og Árni Einarsson hlutu heiðursverðlaun Líffræðifélags Íslands 2025. Ljósm.: Unnur Jökulsdóttir, fengin að láni af vef Náttúrufræðistofnunar www.natt.is
Hrönn Egilsdóttir, sjávarlíffræðingur og sviðstjóri umhverfissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur
í upphafi vísindaferils síns á Líffræðiráðstefnu Líffræðifélags Íslands sem haldin var 9. – 11. október sl., en um er að ræða stærsta viðburð sinnar tegundar hérlendis.
Hrönn hefur unnið ötullega að rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga, einkum súrnunar sjávar, á vistkerfi hafsins og viðkvæma lífveruhópa á borð við kórala og aðrar kalkmyndandi tegundir.
Niðurstöður rannsókna hennar hafa verið birtar í fjölmörgum virtum vísindaritum og vakið athygli bæði hér á landi og erlendis. Hrönn hefur jafnframt lagt áherslu á að miðla þessari mikilvægu þekkingu til fjölmiðla og almennings. Hún hefur tekið þátt í grunnrannsóknum á botnvistkerfum íslenskra hafsvæða og komið að miðlun upplýsinga um sérstöðu þeirra og verndargildi í stefnumótandi samhengi, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.
Við sama tækifæri fékk Árni Einarsson, vistfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, heiðursverðlaun Líffræðifélags Íslands fyrir farsælt ævistarf (sjá mynd efst).
Alls kynntu fræðimenn Hafrannsóknastofnun 12 erindi og 11 veggspjöld á ráðstefnunni og voru meðhöfundar á 9 ágripum til viðbótar. Kynnt erindi fræðimanna stofnunarinnar fjölluðu um mörg ólík málefni líffræðinnar, sem dæmi fylgni hvala og loðnu, seltu þol bleikjuseiða, sníkjudýr steinbíts, erfðamengi beltisþara, ástand laxins og fleiri.
Sjá frétt á vef Náttúrufræðistofnunar hvaðan hluti textans hér að ofan er fengin.
Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar.