Mannauður

Öflug mannauðsstjórnun skilar sér í auknum gæðum, framleiðni og starfsánægju. Mannauðssvið er stoðsvið sem vinnur náið með stjórnendum og starfsmönnum.

Helstu verkefni

  • stefnumótun
  • ráðningar (öflun umsækjenda)
  • kjaraþróun þ.e. að vinna úr kjara- og stofnanasamningum
  • vinna að vinnuvernd starfsmanna sbr. heilsueflingu
  • viðverustjórnun.


Hlutverk mannauðssviðs m.a. að samræma og styðja aðra stjórnendur við meðferð mannauðsmála auk þess að vera með eftirfylgni. Mannauðssvið sér til þess að gerðar séu starfslýsingar fyrir öll störf og að allir starfsmenn vinni eftir starfsþróunaráætlun stofnunarinnar.

Mannauðsstjóri, í samstarfi við framkvæmdastjórn, mótar starfsmannastefnu. Stefnunni er ætlað að stuðla að því að stofnunin hafi ávallt á að skipa hæfum starfsmönnum sem tryggi gæði starfseminnar og stuðli að því að stofnunin geti veitt viðskiptavinum og samstarfsaðilum bestu þjónustu. Starfsmannastefnunni er jafnframt ætlað að hlúa að starfsskilyrðum starfsmanna og möguleikum þeirra til þess að eflast í starfi.

Hjá Hafrannsóknastofnunar er virk jafnréttisáætlun sem endurskoðuð er á hverju ári. Markmið hennar er að jafn réttur kynjanna ríki innan stofnunarinnar, jöfn staða og virðing. Lögð er áhersla á góða líðan starfsmanna á vinnustað þar sem samræming fjölskyldulífs og atvinnu er í heiðri höfð. Þannig verði tryggt að mannauður Hafrannsóknastofnunar nýtist sem best. Starfsmönnum skulu skapaðar aðstæður til að samræma eins og kostur er kröfur starfs- og fjölskylduábyrgðar.

Öll laus störf hjá Hafrannsóknastofnun eru auglýst opinberlega í samræmi við lög og reglur þar um, í blöðum, vefmiðlum og á vef stofnunarinnar. Allar ráðningar byggjast á hlutlægu mati á menntun, hæfileikum og reynslu umsækjenda um auglýst starf. Tekið er tillit til jafnréttissjónarmiða við ráðningar í störf.

Mannauðssvið hefur í heiðri gildi Hafrannsóknastofnunar sem eru þekking, samvinna og þor.

Starfsfólk
Nafn Starfsheiti Netfang
Kristín Helgadóttir Mannauðsstjóri
Kristín Helgadóttir
Mannauðsstjóri
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?